FIMM UPPÁHALDS - TANJA TÓMASDÓTTIR

18 Mar 2015

Tanja Tómasdótti er 25 ára og er lögfræðingur að mennt. Hún er lögfræðingur í stjórn leikmannasambands íslands og umboðsmaður knattspyrnumanna. Ótrúlega flott og hæfileikarík stelpa og þetta eru hennar fimm uppáhalds um þessar mundir.

Hjólaborðið hennar mömmu - Ég er með þetta hjólaborð í láni frá mömmu en ég hugsa að ég eigi aldrei eftir að skila því. Eldhúsið er frekar lítið svo það er fínt að hafa auka geymslupláss.

Teketill frá Marokkó - Ég fór til Marokkó í október sl. og var þessi teketill með fyrstu hlutunum sem ég og kærastinn minn keyptum þar. Hann er í uppáhaldi aðallega vegna sögunnar á bak við kaupin en til að gera langa sögu stutta þá prúttuðum við hann niður í 100dh úr 800dh. Sölumaðurinn var ekkert rosalega ánægður með okkur og blótaði okkur í sand og ösku þegar við yfirgáfum búðina hans. Við þorðum ekki einu sinni að líta til baka þegar við löbbuðum út og hættum okkur ekki aftur í það Souk. En ég var sátt með góð kaup!
 
 
Hjólið mitt - Mér finnst fátt jafn skemmtilegt og að fara út að hjóla. Ég hef lengi ætlað að selja þetta hjól og fá mér nýtt og betra en mér þykir held ég of vænt um það. Ég flutti það t.d. með mér út til Svíþjóðar þegar ég var í skiptinámi þar og svo aftur til Íslands. Það var óskiljanleg ákvörðun.
 
Duolingo - Þetta app er algjör snilld! Ég er að læra frönsku í Alliance francaise og hef mikið notað Duolingo til að æfa mig heima. Appið er ókeypis og býður upp á æfingar i 10 tungumálum. Mæli með því! 

 
Matreiðslubók - Þegar ég byrjaði að búa bjó mamma til matreiðslubók handa mér. Í henni er að finna allar gömlu og góðu uppskriftirnar frá mömmu, ömmu og öðrum skyldmennum. 
 
SARA SJÖFN

TENGD BLOGG #fimmuppáhalds