Ofnbakað Penne Pasta

19 Mar 2015

Hver elskar ekki góðan pastarétt? 

 

1 laukur

1 paprika

3 hvítlauksgeirar

1/2 chilli

1 dós niðursoðnir tómatar

Basil

Penne pasta (200g)

Hálfur poki spínat

Brauðrasp

Rifinn mozzarella

Salt&Pipar.

 

 

Hitið ofninn í 180°.

Sjóðið penne pastað eins og leiðbeiningarnar á pakkanum segja til um.

Skerið laukinn og paprikuna í litla bita og steikið í potti við miðlungshita í 5 mínútur og passið að það brenni ekki.

Hellið tómötunum í pottinn og látið malla saman í 10 mín.

Bætið svo pastanu og spínatinu í pottinn og hrærið saman þangað til spínatið hefur skroppið saman og þá saltiði og piprið eftir smekk.

Hellið pastablöndunni í eldfast mót og stráið osti og raspi yfir.

Bakið í ofninum í 15-20 mín eða þar til að osturinn er orðinn brúnn og stökkur.

 #pasta

 

Marta Rún