Insanity burger

24 Mar 2015

Nýlega pantaði ég nýjustu bók Jamie Oliver á Amazon. Mér finnst hún með betri matreiðslubókum sem ég hef séð en þessi uppskrift úr henni er í miklu uppáhaldi.

Bókin er algjör snilld og inniheldur mikið af klassískum og góðum uppskriftum
Það eru allskonar uppskriftir af öllum tegundum af mat og ég get í raun ekki mælt meira með þessari bók.
Það er mun ódýrara að panta hana á Amazon en linkurinn er hér fyrir áhugasama.


Ég hef gert nokkrar uppskriftir úr bókinni en þessi hamborgari er svo rugl góður.
Ég elska góðan hamborgara og þessi uppskrift á sko ekki eftir valda ykkur vonbrigðum.
Ég ætla að linka á uppskriftina af heimasíðunni hans.
Jamie Oliver Insanity Burger.

Þessi sósa sem hann notar á hamborgarann er algjörlega himnesk og ég hef notað hana í næstum hvert skipti upp á síðkastið þegar ég hef gert hamborgara.

Hér er mynd sem ég tók af mínum borgara en ég verð að viðurkenna að hann er kannski ekki alveg eins flottur en samt örugglega jafn góður!

Marta Rún