Ofnbakaður Kahlúa Höfðingi

26 Mar 2015

Hver elskar ekki osta?

 

Ég á ennþá stóru flöskuna af Kahlúa sem ég keypti mér í fyrra en ég hef notað hana í nokkra kokteila eins og espesso martiniwhite russian en Kahlúa er líka ótrúlega gott til notkunar í matargerð eða eftirrétti eins og t.d. þessar tiramisu bollakökur eða bara venjulegt tiramisu. Svo er auðvitað Kahlúa alltaf gott svona smá í föstudagskaffið eða í heitt kakó.

(psss, þú getur klikkað á nöfnin hér fyrir ofan og þá ferðu beint inná uppskriftirnar)

Þessa uppskrift fann ég á netinu, hún er einföld og mjög góð.Hálfur bolli af Kahlúa og hálfur bolli af púðursykri brætt saman í litlum potti.

Þunnt lag af toppi ostsins skorið af. Osturinn er síðan settur í form sem getur farið inn í ofn, Kahlúablöndunni hellt yfir og hnetur, t.d. annað hvort valhnetur eða pekanhnetur, stráð yfir. Þetta er svo sett inn í ofn í ca. 10 mín.

Segir myndin ekki allt ?

Næst langar mig að gera Khalúa ostaköku.

Marta Rún