GIVE-A-DAY

08 Apr 2015

Þann 10. apríl næstkomandi mun Bestseller standa fyrir alþjóðlegum góðgerðardegi og þetta er eitthvað sem hefur aldrei hefur verið gert áður.

Viðburðurinn heitir Give-A-Day eða ,,gefum dag" og gengur einfaldlega út á það að allt það sem viðskiptavinurinn kaupir í verslunum þeirra þann 10. apríl, næsta föstudag, rennur til góðgerðamála. Maður sér oft að ákveðin prósenta eða hluti af ágróðanum rennur til málefnis en þetta er eitthvað sem er alveg nýtt. Þær verslanir sem partur eru af Bestseller keðjunni eru Vero Moda, Jack and Jones, Selected, Name It, og Vila.

Sem þýðir að við öll getum látið gott af okkur leiða með því að mæta og versla á föstudaginn kemur. Þú færð eitthvað til baka með því að gefa og það er gaman að gefa flík eða kaupa sér eitthvað sem minnir sig á að allt peningurinn fyrir þessa flík fór allur í góðgerðamál.

50% af allri sölu verslana okkar hér á Íslandi mun renna til Krabbameinsfélags Íslands og 50% til alþjóðlegrar samtaka, UNICEF, GAIN og Save The Children/Barnaheill

Það verður opið frá 09:00-21:00 í öllum verlunum Bestseller á föstudaginn kemur.


#bestsellergiveaday