Lindex Lingerie

08 Apr 2015

Ég rakst á þessi nærföt á Instagram þegar Svía vinkona okkar hún Kenza póstaði mynd af sér í þeim.

 Þau vöktu strax athygli mína og þá aðallega liturinn og þægindin í haldaranum. Ég var ekki lengi að henda mér í Lindex og máta. Ég veit ekki hversu langt það er síðan að ég keypti mér nærföt hér á landi, hef einhvern veginn aldrei fundið neitt sem mátti bara alls ekki bíða þangað til að ég færi út til að versla þau þar. Það var alveg kominn tími til og því fékk þetta fallega sett að koma með mér heim. Ég hefði ekkert á móti því að eiga settið í nokkrum litum, fallegt er það!

Sýnishorn af Ella M línunni í Lindex.
 


Xs