Nýtt í fataskápinn

14 Apr 2015

Nýtt inn frá ZARA. Núna þar sem maður fer stækkandi þá stækka fötin ekki með manni, eins þæginlegt og það væri. Þá er maður aðeins farinn að breyta um taktík í fatakaupum, núna er það notagildið, þægindin og auka plássið sem ræður kaupunum. 

Þessar vörur hafa fylgt mér heim á síðastliðnum vikum. 

Oversized Trench Coat
Þessi heillaði mig aðallega að hún væri oversized og mér fannst það pínu plús að það var ekki belti á henni svona til tilbreytingar. Ótrúlega fínn og klassískur litur á henni og ég sé fram á mikil not!

Flared Pants
Þessar keypti ég fyrir árshátíð hjá karlinum og vá hvað ég er ánægð með þau kaup. Þetta par er svo þæginlegt og fer svo vel við támjóa hæla, svo skemmir það ekki að þær séu high waist, hver elskar ekki high waist!?

Striped Shirt
Æi maður á aldrei nóg af skyrtum, svo þæginlegt að henda sér í fyrir vinnudaginn. 

Ripped Jeans
Flest allar buxurnar mínar er mid eða high waist og 15 vikurplús þá eru þær bara ekkert lengur með í spilunum. Eftir hvern einasta vinnudag get ég ekki beðið eftir að fara úr haldaranum og losa um efstu töluna á buxunum, free it all. Þetta par kom því sem himnasending... þæginlegar, teygjanlegar, low rise gallabuxur sem ég get örugglega teikað eitthvað áleiðis á meðgöngunni, ég hef trú á þeim (enda ekki búin að fara úr þeim síðan ég fékk þær).

Silver Shoes
Ég bloggaði um þessa skó um daginn hér, fæ ekki nóg af þeim!

________

 

Eigið góða helgi

Xs