SHORT BLAZER

22 Apr 2015

Þessi skemmtilega útfærsla af blazer jakka er komin upp á herðatré hjá mér. Ég er ekki mikið fyrir blazer, er meira fyrir sítt og vítt þegar kemur að yfirhöfnum svo að þessi vara kom skemmtilega á óvart. Þetta svipar mikið til trench jakka að ofan og það er alltaf tilefni fyrir trench, bæði síða & stutta. 

Ég er hrikalega ánægð með þessi kaup og sé fram á mikil not - Fullkomlega léttur fyrir sumarið sem vonandi lætur sjá sig eitthvað. Gerðu það sumar komdu fljótt, mig vantar D-vítamín og kannski 10 freknur, bið ekki um meira...

Fyrirfram þökk 
Xs

#zara #newin