Ný vinna í Norr 11

24 Apr 2015

Fyrir stuttu fékk ég það tækifæri að fá að vinna með frábæru fólki í Norr11.

Sara Sjöfn fjallaði um NORR11 á dögunum en þá færslu má nálgast hér.

Ég fór fyrst í heimsókn í NORR11 í kringum Hönnunarmars og heillaðist þá þvílíkt af vörunum, fólkinu og bara andrúmsloftinu í búðinni.
Stuttu seinna hafði hún Sól samband við mig um það hvort ég væri til í að hjálpa þeim smá í vinnu áður en ég færr að fljúga hjá Wow í sumar.
Ég hugsaði mig ekki lengi um og ákvað að gæti púslað þessu saman og verið fram að flugi og eitthvað inná milli í sumar.
Búðin er stútfull af hrikalega flottum vörum og fallegri hönnun.

Mig langar í alveg helling af hlutum úr búðinni og ég ætla að byrja að safna mér hægt og rólega.

Þetta er óskalistinn minn frá NORR11.

Duke sófaborð og Duke hliðarborð.

Bohem Lukt

Beaver Bakki

Þessir fallegu brass fætur með hvítri eða svartri skel.

 

Mr Fang gólflampi.

Þessi eru til svartir, gráir og einnig sem gólf og borðlampar, alveg ótrúlega fallegir.Sit kollur eftir hana Dögg Guðmundsdóttur sem er einnig karfa.
Sé þetta fyrir mér við ganginn þegar fólk er að tilla sér og klæða sig í skónna.

Storage kassi, fallegt geymslubox sem ég myndi nota inn á baði, tvö saman fyrir bómul og eyrnapinna.


Joha vasar sem eru mjög fallegir.


 

Draumur væri að eignast alla þessa hluti einn daginn en ég ætla að byrja að safna einum hlut í einu.

En hlakka til að fá alla í heimsókn! 

Facebook síðu NORR11 má finna hér.
 

Marta Rún