Ný Borðstofa

26 Apr 2015

Mig langar alveg hrikalega að uppfæra borðstofuna mína og er það rými næst á dagskrá til að lappa upp á. Alveg er ég komin með nóg af Louis stólunum mínum sem ég ætlaði alltaf að bólstra upp á nýtt. Fallegt efni í bólstrun og vinnan á bakvið hana kostar bara sitt að ég er alvarlega að íhuga það að henda peningunum frekar í nýja stóla. Nema að þið lesendur góðir vitið um ódýra bólstrun?! 

Ég setti saman smá lista af vörum sem ég gæti alveg séð fyrir mér í þessu rými...


BORÐIР
Núna er ég með töluvert stórt og langt glerborð sem mér finnst taka alltof mikið pláss og væri ég þess vegna til í hringborð á fæti sem myndi passa betur í rýmið. Ég er ekki með neitt eitt borð í huga en ég sá þetta skemmtilega borð í Ilvu sem er samt útiborð úr járni. Grófleikinn og lögunin heillaði mig. Undir borðið sé ég fyrir mér fallega, hringlaga, mynstraða, svarta & hvíta mottu sem myndi ramma þetta allt saman inn. 


STÓLARNIR
Eins og þið vitið þá elska ég gull og messing. Marta Rún vinkona var þá ekki lengi að sýna mér þessa fögru stóla í NORR 11. Mig langar alveg í 6 stk í kringum fallegt hringborð. 
 

LJÓSIÐ
Draumaljósið hefur alltaf verið spútnik eða urchin ljósakrónur úr messing og ég hef hvergi fundið það hér á landi. Þetta Molecular ljós frá House Doktor kemst næst því og fæst í Fakó á Laugarveginum eða í Tekk Company þar sem HD vörurnar eru seldar. Það myndi sóma sér rosalega vel með borðstofunni saman við fallega rósettu. 

Á vegginn fyrir aftan langar mig að setja saman gallery vegg með bæði ljósmyndum og málverkum. 

Það er alveg ókeypis að dreyma ...

Xs