VIGT

01 May 2015

Mér var bent á VIGT af góðum lesenda þegar ég lýsti yfir hrifningu minni á horn skúlptúr fyrir heimilið og óskaði eftir slíku í færslu minni hér. Loksins loksins hef ég fundið hornin mín sem mig er búið að langa svo lengi í. 

Ég fór í málið og skoðaði síðuna þeirra og hreifst svo svakalega af vörunum og sögunni að ég setti mig í samband við þær og fékk að vita meira. 


 
Svo fallegt!

VIGT.IS

Hvað er VIGT? Við erum þrjár systur og móðir okkar sem stöndum á bak við merkið VIGT, sem hefur framleitt vörur fyrir heimilið síðan 2013. Nafnið er dregið af húsinu sem er vinnustofa okkar. Húsið var upphaflega byggt fyrir Hafnarvigt Grindavíkur sem var þar til fjölda ára. Í upphafi okkar reksturs töluðum við alltaf um að við værum að fara niðrí vigt og úr varð að við völdum það nafn á merkið okkar, VIGT.

Hvenær kviknaði áhuginn fyrir því að byrja að hanna? Áhuginn fyrir sköpun og fallegum hlutum hefur sennilega alltaf verið til staðar hjá okkur öllum. Við höfum lifað og hrærst í heimi innréttinga og mannvirkjagerðar hjá fjölskyldufyrirtækinu, Grindin ehf. Við höfum allar mismunandi menntun sem segja má að nýtist okkur vel í það sem við erum að gera í dag.

Hver er áherslan í hönnun ykkar og hvaða stíll einkennir hana? Hingað til hefur áherlsan í hönnun okkar verið helguð heimilinu. Það er kannski ekki endilega eitthvað eitt sem einkennir hana en við mundum lýsa henni þannig að það er róleg stemming yfir henni, hún er hlý og einföld.
 

 

 

Hvar sækiði í innblástur? Aðallega í hvor aðra. Svo hafa ýmsir hlutir orðið til út frá því hvað okkur sjálfum finnst vanta inn á heimilið.

Hver er ykkar drifkraftur? Ætli okkar helsti drifkraftur sé ekki löngunin til að skapa. 

Hver er ykkar uppáhalds hönnun/hönnuðir? Enginn einn uppáhalds.

Hvenær opnar vefverslunin og hvaða vörur munu standa til boða á henni? Við stefnum á það að opna vefverslunina í ágúst. Þar munum við fyrst og fremst vera með okkar eigin vörur.
 

   

Hvaða hönnun frá ykkur er í miklu uppáhaldi? Rammarnir. Okkur finnst þeir endalaust fallegir.

Hvaða vara er búin að njóta mikilla vinsælda? Við verðum að segja bakkarnir okkar. Þeir eru með því fyrsta sem að við létum frá okkur og höfum við ekki haft undan að framleiða þá.

Megum við búast við einhverjum nýjungum frá ykkur á næstunni? Já þessa dagana erum við að búa til ilmkertalínu og svo erum við með nokkra hluti á teikniborðinu. 


 

Fallegar vörur ekki satt?? Íslenskt já takk!!

__________

Fylgist með þessum flottu mæðgum hér: 

vigt.is

www.facebook.com/vigt.is

instagram.com/vigtvigtvigt

__________

Xs