Matarbarir, skemmtileg hugmynd

16 May 2015

Ég rakst á þetta á einni af mínum uppáhaldsheimasíðum mydomaine.com. Þetta eru hugmyndir sem nýta mætti í skemmtileg matarboð, partý eða jafnvel brunch.

Þetta er auðvitað klassískur "bar", mexico taco.

Þetta gæti verið skemmtilegt, núðlur með því kjöti, græmeti, sósu og meðlæti sem fólk vill í skálina sína.

Þetta ætla ég að prufa næst, bruschetta bar. Ítalskt brunch þema já takk!

Beyglu bar.

Þetta finnst mér krúttlegt. Jógúrt bar, þá er hægt að vera með grískt eða venjulegt jógúrt og bjóða upp á ávexti og múslí með.

Þessi verður í einhverju grillboðinu í sumar. Smores hlaðborð.

Bloody Mary bar.

Sangríu bar. Nammi!

Til þess að skoða greinina í heild sinni, og nálgast meiri upplýsingar um hvað er gott að nota í hverri stöð fyrir sig, geturu smellt hér.

Eigiði góða helgi!
Marta Rún