Prufað nýja veitingarstaði

24 May 2015

Hér eru nokkrar instagram myndir og aðrar myndir sem ég hef smellt á síðustu vikum á veitingarstöðum bæjarins.

Taco fyrir mig er skemmtilegur staður sem er tiltölulega nýbúinn að opna á Hverfisgötunni þar sem Bast var áður.
Þar er aldrei sami matseðill en alltaf ein kjöttegund, ein sjávarrétta og ein grænmetis taco.
3 litlar og bjór og þá var ég södd. Ég er búin að fara 3 sinnum og alltaf mjög gott.

Ég veit ekki afhverju ég var ekki búin að borða á Bunk Bar en mikið var það gott!!
Ég er búin að fara þrisvar sinnum á mjög stuttum tíma, fullkomnir smáréttir og svo er hamborgarinn líka hrikalega góður!

Dougnut vagninn, þarf ég eitthvað að útskýra þessa mynd? Einhver var að segja mér að hann sé rétt hjá Hlemmi á virkum dögum og á nóttinni niðri í bæ ?

Le Bistro mini casaroles, það á eftir að koma sér færsla frá þessu ævintýri.

Grái kötturinn er morgunverðar og hádegisstaður á Hverfisgötunni. Ég fékk mér æðislega beyglu og hann fékk sér brauð með egg og beikoni.
Krúttlegur lítill og kósý staður til að byrja daginn!

Alltaf eitthvað nýtt og girnilegt á instagraminu mínu.
Og já ég held að ég eyði allt of miklum pening í mat !

#instagram 

insta: martaarun

Marta Rún