Fólkið á instagram

27 May 2015

Þessi færsla er aðeins út fyrir efnið sem ég deili hérna yfirleitt með ykkur en stundum er gott og gaman að breyta til. Ég dáist svo mikið af fólki sem fer út í mjög framandi heim og vinnur sem sjálfboðaliðar. Sem betur fer er til fullt af svoleiðis fólki og Klara er ein af þeim.  Klara fór ásamt fjórum stelpum frá Íslandi til Indlands, Kenya og Tansaníu í tvo mánuði sem sjálfboðaliðar. Þær unnu mest með börnum, bæði í skólum og svo bjuggu þær einnig inná munaðarleysingjaheimilunum. Klara dvaldi einnig eina viku á heimili fyrir konur sem höfðu verið fórnalömb mansals og svo aðra viku sinnti hún forvarnastarfi gegn dópi og HIV. Stelpurnar bjuggu við mjög misjafnar aðstæður frá viku til viku. Stelpurnar sem Klara var með fóru svo til íslands og þá flaug hún til Suður Afríku og kenndi þar í þrjár vikur á sama leikskóla og hún hafði kennt í árinu áður. Klara sagði það vera bestu tilfiningu í heimi að hitta börnin aftur sem hún hafði verið með árinu áður og dásamlegt hvað þau höfðu tekið miklum framförum.  Klara sagði að lokum að þetta væri mjög gefandi og það væri ekkert betra en að fá börn sem lifa við svona slæmar aðstæður til að brosa og hlæja.

@klaraingolfs

Klara hélt jafnframt fjáröflun fyrir krílin sín og safnaði pening fyrir hlutum og leikföngum sem þeim vantaði. 
Frábær stelpa hún Klara og flott fyrirmynd.

SARA SJÖFN