Spænsk Sangría

30 May 2015

Núna er það rauðvínssangría. Ég á erfitt að velja á milli hvort mér finnist betri rauðvíns- eða hvítvínssangría en ég held að þar sem ég er meiri rauðvínskona þá vinni þessi rauðvíns.

Ég fór í smá Eurovision teiti um síðustu helgi og skellti þá í eina sangríu könnu fyrir okkur vinkonunrnar með mikilli gleði.
Það sem er skemmtilegt við sangríur er að það er einfalt að búa þær til og þú getur notað í raun þá ávexti sem þér finnst góðir.
En eins og þeir sem lásu uppskriftina mína af hvítvínssangríunni þá eru oftast notaðir sætir ávextir í slíkar en þegar gerð er rauðvíns þá er meiri hlutinn sítrus ávextir.Í þessa sangríu notaði ég eftirfarandi ávexti:

Ein appelsína.
Eitt rautt epli.
Ein sítróna.
Tvær litlar blóðappelsínur.


 

Það skiptir máli að velja rétt rauðvín, þú vilt alls ekki hafa of þungt rauðvín og því ég valdi þess flösku. Campo Viejo Tempranillo sem er spænskt rauðvín og með ávaxtakeim. Passar mjög vel við og er líka frekar ódýr.

¼ til ½ bolli Bacardi romm eða eitthvað annað sterkt áfengi sem þið fýlið.
¼ til ½ bolli appelsínusafi
Svo setti ég eina litla dós af ginger ale til að fá fram sætuna.


Skerið sítrus ávextina í þunnar sneiðar og eplið í litla teninga og setjið í stóra könnu. Hellið síðan flösku af rauðvíninu ofan í könnuna, bætið við sterka áfenginu, appelsínusafanum, ginger ale-inu og sykrinum og hrærið saman með skeið.

Ef ykkur finnst hún ekki nógu sæt þá getiði sett matskeið af sykri eða hunangi og hrært í.Best er að setja hana í ísskap í nokkra klukkutíma áður en hún er borin fram. Ef þú ert hins vegar að gera hana til að bera fram strax þá fylliru upp í könnunni með klökum og setur kannski nokkra í glasið því þú vilt hafa hana ískalda og ferska.

Skál og góða helgi.

 

#cocktails

Marta Rún