Berleggja í sumar

02 Jun 2015

Mig langaði aðeins til að segja ykkur frá tveimur vörum sem ég elska og nota mikið, þá sérstaklega á sumrin en það eru Inglot Face and Body Bronzer og svo Sally Hansen Airbrush legs. Ég á það til að vera berleggja þegar veðrið leyfir og þegar tilefni er til að vera í kjól á sumrin. Þó svo að ég sé kannski með smá tan á fótleggjunum þá kýs ég samt alltaf að setja eitthvað á þá, bæði til þess að fá smá lit en einnig til að fá þekjuna og fallegri áferð.

Þessar vörur er líka hægt að nota á hendur og bringu ef maður er í erma og hlýralausum bolum til þess að fá fallegri áferð á húðina. Ég hef t.d. notað þetta trix á brúðir sem eru í hlýralausum kjólum en húðin myndast þá mun betur og virkar meira "flawless".

 

Sally Hansen varan kemur í spray formi og Inglot Bronzerinn er í krem formi en það er mjög auðvelt að dreifa úr þeim báðum. Vörurnar eiga það sameiginlegt að þær smitast ekki í föt þegar þær eru þornaðar og skolast af í næstu sturtuferð. Ég nota Inglot Bronzer í lit nr. 91 og Sally Hansen sprayið í litnum Tan Glow.

Ég myndi segja að Inglot kremið hylji meira ef að þið eruð að leitast eftir því að fela marbletti eða litamismun á húðinni þó svo að Sally Hansen sprayið hylji örlítið líka. 

P.s. Það er snjókoma hérna á Siglufirði núna þegar ég er að skrifa þetta 2. júní svo ég sé ég ekki fram á að ég sé að fara vera berleggja neitt á næstunni!

 

Steffý