Leitin að mottunni

04 Jun 2015

Lengi lengi lengi hefur mig langað í stóra gólfmottu inn í stofu hjá mér og sama hversu margar ég skoða þá rata ég alltaf aftur á þessa, Moroccan Rug. Ég sé hana bregða fyrir í alveg rosalega mörgum innlitum. Hún er ótrúlega tímalaus og falleg og ég þrái hana! 

 

Þessari plöntu hef ég líka bætt við á óskalistann minn. Ég er nú ekki mikið fyrir plöntur en þessi finnst mér æði - Fiddle leaf fig heitir hún.

 

Ég er með U-laga sófa með tveimur tungum sem hubby-inn keypti sér á meðan ég bjó úti og ég þyrfi frekar stóra mottu til að ná undir hann, alveg 200x300. Ég hef mikið leitað af svipaðri mottu með slíku mynstri hér á landi en ekkert enn fundið svo að leitinni heldur áfram. Ekki gætir þú, lesandi góður, bent mér á slíka?

Xs