Fluffu beauty spjall

05 Jun 2015

Mér finnst mjög gaman að spurja fólk hvað það væri til í að sjá á síðunni og hef ég nokkrum sinnum fengið beiðni um að gera þessa færslu. Persónulega fannst mér þetta líka alltaf sniðug hugmynd því það starfa ófáar stelpur á íslandi sem flugfreyjur á sumrin. Þó svo að ég sé ekki ein af þeim finnst mér gaman að forvitnast og fékk að spurja tvær einstaklega smart flugfreyjur út í þeirra rútínu þegar kemur að hári og förðun fyrir flug. Ég spjallaði við Fanney Ingvars og Grímu Björg en þær eru báðar að fljúga hjá WOW Air.

Núna vaknið þið oft á nóttunni til þess að fara í flug, er eitthvað sem þið notið til að fríska upp á þreytta húð eða til að hylja baugu þegar þið hafið ekki náð nógu góðum svefni ?

Fanney: Það sem að ég byrja alltaf á að gera á morgnanna er að fá mér morgunmat, ég vakna alltaf betur við það. Næsta sem ég geri er að skvetta nokkrum gusum af ísköldu vatni framan í mig áður en förðunar rútínan tekur við. Ég nota hyljara frá MAC undir augun til að lýsa svæðið.

Gríma: Skvetti ísköldu vatni framan í mig á morgnana. Svo hef ég verið að nota vörurnar frá Skyn Iceland sem fást á nola.is, m.a. Nordic Skin Peel og The Antidote Cooling Daily Lotion sem er frábært combó til að vekja húðina á morgnana og Hydri Cool Firming Eye Gels nota ég stundum eftir mikla vinnu törn. Gullpennarnir frá YSL og Clarins gera svo kraftaverk í að hylja bauga.

Loftið í flugvélum er ekki það besta fyrir húðina svo hvaða vörur notið þið til þess að passa upp á að húðin ykkar fái nægan raka?

Fanney: Ég er með mjög blandaða húð svo hún skiptist á að vera þurr og svo olíumikil með bólur. Andlitið mitt tók upp á því að glansa þegar ég byrjaði að fljúga frekar en að þurrkast upp. Mér finnst Photo Finish primerinn frá Smashbox og litað dagkrem frá Sensai vera góð blanda fyrir mína húð til að halda olíuframleiðslunni í skefjum og svo þegar húðin mín er í þurrari kantinum þá nota ég rakabombu frá Origins sem er ódýrt og gott krem sem gefur mikinn raka en er olíulaust. Ég nota svo body lotion frá Elisabeth Arden sem ég ber á líkamann af og til, mér finnst það alltaf best. EOS varasalvarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér og svo finnst mér glossin frá Clarins líka góð þar sem maður verður alltaf að hafa eitthvað á vörunum og ef þær eru of þurrar fyrir varalit þá finnst mér glossin koma sterk inn. Ég verð að viðurkenna að ég nota aldrei handáburð en þarf klárlega að vera duglegri við það.

Gríma: Ég sef oft með góðan rakamaska, nýlega uppgötvaði ég merkið Peter Thomas Roth og á tvo maska frá honum. Rose Stem Cell Bio-Repair Cream og Cucumber Gel Mask, mjög ánægð með báða. Maskinn frá Dr. Braga er líka algjör snilld. Body lotionið sem ég á alltaf til er frá Aveeno. Bláa lóns handáburðurinn er mjög góður og varasalvinn líka, eins frá franska merkinu Nuxe, þeir eru með mjög góðan handáburð og varasalva.

Þurra loftið hefur ekki aðeins áhrif á húðina heldur hárið líka, hvaða hárvörur notið þið til þess að passa upp á heilbrigði hársins ykkar?

Fanney: Ég viðurkenni að ég hef ekki lent í vandræðum með það hingað til og kannski hjálpar það mér að hafa aldrei litað á mér hárið. Ég nota olíu og hármaska úr Keratin Healing Oil línu frá Lanza af og til sem að mér finnst alltaf æðislegt.

Gríma: Ég pæli ekki mikið í hárvörum og nota vanalega bara það sem er til. Núna er ég að nota sjampó og næringu frá Living Proof sem ég er mjög ánægð með, svo set ég alltaf Maroccan Oil olíuna í endana eftir sturtu. Vörurnar frá Bumble and Bumble finnst mér líka frábærar. Ég lita ekki á mér hárið, slétti það aldrei og blæs það örsjaldan.

Hver er ykkar förðunarrútína fyrir flug?

Fanney: Ég þríf alltaf andlitið með Clinique andlitshreinsi, nota Photo Finish primer frá Smashbox, litað dagkrem frá Kaneboo, farða frá Sensai, Hypnose maskara frá Lancome, sólarpúður frá Bare Minerals og til að lýsa svæðið undir augunum nota ég hyljara frá MAC. Þesi rútína breytist aldrei en svo nota ég mismunandi varaliti eða gloss og þegar ég er í stuði bæti ég við eyeliner.

Gríma: Hún er misjöfn eftir dögum. Vanalega byrja ég á primer frá Smashbox eða Strobe kreminu frá MAC, nota svo Luminous Silk Foundation frá Giorgio Armandi eða bara BB kremið frá Loreal eða Bronzing gelið frá Kanebo. Hyl svo það sem þarf að hylja með camouflage hyljaranum frá Laura Mercier og fer svo yfir allt andlitið með lausu mineral púðri frá sama merki. Ég hef notað kinnalitinn Harmony frá MAC í mörg ár til að skyggja andlitið og nota svo bleikan eða peach litaðan kinnalit frá annað hvort Benefit eða MAC. Sólarpúðrin sem ég skiptist á að nota eru frá Chanel og heitir Soleil Tan eða NARS í litnum Laguna. Stundum sem ég svo highlighter á kinnbeinin, frá Benefit eða Youngblood. Augun skyggi ég aðeins með léttri skyggingu, Naked palletturnar og MAC augnskuggarnir hafa reynst mér vel og blauti eyelinerinn frá Sensai þykir mér bestur. Mínir uppáhalds maskarar eru Chanel Le Volume og Benefit Are They Real. Svo fylli ég inn í augabrúnirnar með augabrúnablýantinum frá Sensai. Varalitirnir mínir koma lang flestir frá MAC. Þeir sem ég nota mest í vinnuna eru; Shy girl, Sandy B, Creme Cup og Reel Sexy. Besti glossinn er svo Clarins Instant Light og held ég að önnu hver flugfreyja hjá WOW eigi einn slíkan.

Sumir eiga það til að fá bólgna fætur og fingur í flugi. Er eitthvað sem þið gerið til að losna hraðar við það eða koma í veg fyrir það ?

FanneyÉg þekki það ekki og ég er ein af þeim sérstöku þar sem skórnir mínir eru frekar of stórir á mig við lendingu í Keflavík. Skórnir eru frekar þrengri í upphafi dags og svo geng ég oftast upp úr þeim í lok dags sem er atriði sem ég skil ekkert í þar sem að dæmið er oftast öfugt.

Gríma: Ég lendi ekki mikið í því. En að leggjast upp í rúm með hátt undir fótunum virkar stundum.

Er einhver förðunarvara sem ykkur finnst sérstaklega góð til þess að nota við þessar vinnuaðstæður?

Fanney: Það sem ég gæti aldrei verið án er Blot Powder frá MAC. Ég lenti í miklum vandræðum með olíuframleiðslu þegar ég byrjaði að fljúga og vissi ekkert hvert ég ætti að snúa mér varðandi það. Það finnst engum gaman að vera eitt olíustykki í andlitinu og það eina sem ég gat gert var að laga það með meiri farða. Sú útkoma var náttúrulega engin snilld en margar flugfreyjur kannast við það að glansa sérstaklega mikið í flugi. Mér var því ráðlagt að fara í MAC og þar keypti ég mér Blot Powder sem bjargaði mér alveg. Það mattar húðina og tekur glansinn án þess að þurfa að bæta við farða. Eins keypti ég mér Blot Film frá MAC sem ég mæli sérstaklega með fyrir flugfreyjur en það eru litlar filmur sem maður dempar á andlitið og þær draga í sig alla olíu og allan glans án þess að taka farða. Þetta var allavegana eitt atriði sem ég lenti í miklum vandræðum með í upphafi og þurfti að fá ráðleggingar varðandi svo að einhverjar gætu eflaust nýtt sér þessi ráð. Eins finnst mér primerinn frá Smashbox koma meira jafnvægi á olíframleiðsluna og eins finnst mér farðinn haldast betur á fyrir vikið.

Gríma: Góður Primer og gott púður og rakasprey, t.d. Fix+ spreyið frá MAC.

Nú þurfið þið alltaf að greiða ykkur fyrir hvert flug, notiði einhverjar sérstakar hárvörur til þess að greiðslan haldist fín út flugið fram og til baka?

Fanney: Það er bara gamla góða hárspreyið sem að heldur greiðslunni saman yfir daginn. Ég er sérstaklega ánægð með mitt en það er úr Keratin Healing Oil línu Lanza. Það gerir hárið ekki stíft þó svo að það gegni alveg sama gagni og haldist vel og svo gefur það smá glans.

Gríma: Túberingabursta, hár donut, feli-spennur og hársprey. Leynitrikkið er svo þunnt hárnet í sama lit og hárið sem ég set yfir snúðinn til að allt haldist á sínum stað yfir daginn.

Takiði einhverjar snyrtivörur með ykkur í flug til þess að lagfæra yfir daginn?

Fanney: Ég tek oftast snyrtitöskuna mína með, finnst það betra en að vera að týna upp úr henni og eiga á hættu að týna vörum. En það sem ég nota yfir daginn er Blot Powder og svo bæti ég á mig varalit. Svo er ég alltaf með sóttgreinsispritt í töskunni.

Gríma: Laura Mercier mineral púðrið fer með mér í hvert flug ásamt hyljara, varalit og gloss. MAC Fix+ Spreyið er líka með í töskunni.

Hvað er ykkar uppáhalds naglalakk til þess að vera með í vinnunni ?

Fanney: Ég á því miður ekkert eitt uppáhalds en ég er oft með naglalökk í ljósbleikum lit ýmist frá OPI eða Loreal. Svo hlakka ég til að prófa mig áfram með Essie lökkin en ég sé mörg þar sem eru tilvalin fyrir fluffujobbið.

Gríma: Það er mjög misjafnt, þau sem ég nota mest eru ; Chanel - Secret og Frenzy, Essie - Madamoiselle og Sand Tropez, OPI - Bubblebath og Dont Bossa Nova Me Around og Dior - Majesty.

 

Takk stelpur fyrir skemmtileg og fræðandi svör! <3

 

Steffý