Le Bistro deit.

08 Jun 2015

Við kærustuparið fórum út að borða á Le Bistro til að fagna íbúðarkaupum og ég smellti nokkrum myndum af matnum fyrir ykkur.

Mér finnst þessi staður og flottur að innan sem utan, franskur og krúttlegur.

Arnór valdi sér öndina.
Mjög flottur og góður réttur.

Franskir pottréttir eru oft mjög góðir og það eru fjórir mismunandi réttir í boði.
Einnig geturu fengið smakk af þeim öllum sem mér finnst sniðugt og ég fór þá leiðina.
Pottréttirnir koma í krúttlegum krukkum ásamt kartöflum til hliðar.

Ég hef alltaf pláss fyrir eftirrétt og hvað þá ef hann er Crème brûlée og kaffi.

Mér finnst svo ótrúlega kósý og skemmtilegt að setjast inn á þennan stað.
Hvort sem það er croissant og kaffi á morgnanna eða rauðvín og ostar að kvöldi til.
Maður dettur bara inn til Frakklands og fær smá franska stemmingu.
Ég skora á ykkur sem ennþá eigið eftir að leggja för ykkar þangað að kíkja við.
 

Takk fyrir mig.
Marta Rún