Clutch

09 Jun 2015

Það nýjasta must have hjá mér eru Clutch veski. Ég sem var aldrei hrifin af þeirri hugmynd að bera veski undir arminn er alveg búin að taka snúninginn á því og finnst þetta einstaklega falleg, létt og þægileg viðbót við outfitið. 

Eins og hjá mörgum öðrum konum fylgir stóra Mary Poppins taskan með mér í vinnuna með gjörsamlega öllu í sem er kannski ekki alveg meðferðileg svona til að hoppa í mat og annað, þá kemur clutch veskið sterkt inn sem ég geymi einmitt í Poppins töskunni.

Ég hef verið að nota þessi tvö mikið til skiptanna og hreinlega elska þau! Þau henta bæði dagsdaglega og einnig þegar farið er fínna út. Það sem kom mér skemmtilega á óvart er hversu mikið ég kem í þau sem er alltaf plús.
 ________

Xs

#newin #zara