Spicy BBQ Kjúklingalæri

12 Jun 2015

Fyrir nokkru síðan keypti ég úrbeinuð frosin kjúklingalæri frá Rose og skellti þeim á grillið og penslaði með rosalega góðri BBQ sósu sem ég mixaði.
Það er þægilegt að eiga lærin til í frysti, taka þau út um morguninn og nota svo í kvöldmat.

Ég er nýbúin að fá Weber grillið mitt í hendurnar og ég er mjög spennt fyrir því að koma með grilluppskriftir í sumar.
Við erum búin að standa í flutningum síðustu vikur og því hafa ekki mikið af uppskriftum verið að koma inn á síðuna en núna er allt að verða tilbúið og lífið að komast í eðlilega rútinu.

Fallega grillið mitt. 

BBQ sósa er í miklu uppáhaldi á heimilinu og er nánast borðuð með hverju sem er og þegar ég nenni þá "twista" ég hana aðeins upp.
Í þetta skiptið notaði ég BBQ sósu, tómatsósu, tabasco sósu, maple sýróp (eða púðurskykur) sem ég skellti í pott og smakkaði síðan til.

Hún verður smá sterk en samt fylgir smá sætur keimur og hún verður alveg hrikalega góð.

Hlutföllin eru ekkert heilög en þetta er sirka svona:Hálfur bolli Hunts BBQ sósa

Hálfur bolli Hunts tómatsósa

4-5 dropar tabasco, meira ef þú vilt hafa hana sterka

1 matskeið maple syróp eða púðursykur.

Allt sett í lítinn pott, hitað saman og smakkað til þar til þið eruð ánægð með bragðið.Kjúklingalæri eru dekkra kjöt en bringurnar og bragðmeira. Mér persónulega finnst það oft betra í suma rétti.

En ég byrjaði að grilla lærin á lágum hita á grillinu og setti þau svo upp á efri grindina og lét þau halda áfram að eldast þar á lágum hita.

Í restina penslaði ég kjúklinginn með BBQ sósunni og leyfði sósunni aðeins að festast á honum.


 

Síðan dreifði ég smá af sesamfræjum ofan á til að frá fram fallega og smá "krönsí" áferð.

 

Með kjúklingnum bar ég fram sætar kartöflur, salat og meira af BBQ sósunni.

Þetta er einföld leið til þess að fá betri BBQ sósu og með sterku bragði sem ég elska.
Þetta eru líka allt hlutir sem maður á oft til í ísskápnum og öðrum skápum og því þarf ekki að fara að kaupa heilan helling inn heldu ættir þú auðveldlega að geta mixað svona til.

#chicken
Gleðilegt grillsumar.

Marta Rún