Snyrtivörur Alexöndru Helgu

07 Jul 2015

Í snyrtivöruspjallinu að þessu sinni er engin önnur en ein af bloggurunum á síðunni okkar hún Alexandra Helga. Ástæðan fyrir því að mér langaði að hafa hana í þessum lið er einfaldlega vegna þess að hún er alltaf stórglæsileg og ég er sjálf dugleg að forvitnast hjá henni hvaða vörur hún er að nota í hin ýmsu lúkk. Mér datt þess vegna í hug að það væru líklegast mun fleiri en ég sem eru forvitnir að vita hvað hún er að nota í sinni beauty rútínu svo hérna fáið þið svörin við því. Fyrir þá sem ekki vita þá er Alexandra einnig lærður förðunarfræðingur svo hún veit alveg upp á hár hvað hún er að gera í þessum efnum.

Hvernig er þín dags daglega rútína þegar að kemur að förðun? 

Dagsdaglega fíla ég ekki að vera mjög mikið máluð og set aldrei á mig meik eða þess háttar. Sú rútína inniheldur YSL gullpennan í lit 2 til að hylja og lýsa undir augunum, bólufelara (á þeim dögum sem þess þarf), smá kinnalit  og maskara. Gel í augabrúnirnar er líka must.
Ef að þú ættir að velja eitthvað eitt til að gera þegar að þú ert á hraðferð hvað geriru fyrir þig? Skelli YSL gullpennanum undir augun. Finnst hann gera kraftverk fyrir þreytt augu.

Áttu þér einhverja uppáhalds snyrtivöru sem að þú gætir ekki verið án?

Þegar maður er með vesenishúð er bólufelarinn líklegast sú snyrtivara sem ég gæti ekki lifað af án á slæmum dögum. Hann hefur oft bjargað geðheilsunni í þessum málum blessaður. Ég hef í mörg ár notað slíkann frá CEE í lit LW1 og finnst hann sá allra besti sem ég prófað.

Annars hef ég notað Lancome Hypnose maskarann frá því ég var 15 ára og mun eflaust aldrei í lífinu skipta honum út þar sem allar aðrar týpur sem hefur verið troðið upp á mig hafa endað í ruslinu innan skams.

Hvernig snyrtivörur eru það sem að þú fellur alltaf fyrir? 

Ég er algjör sucker fyrir naglalökkum og varalitum og á því ansi stórt safn af báðu. Það er kannski smá kaldhæðnislegt þar sem ég nota hvoru tveggja mjög sjaldan.

Finnst þér gaman að prófa nýja hluti eða helduru þig við það sem að þú veist að hentar þér ?

Mér finnst mjög gaman að prófa nýja hluti en nota þá kannski meira fyrir sérstök tilefni þar sem ég mála mig meira. Er ansi íhaldssöm þegar kemur að daglegri rútínu og hef verið að nota flestar af þeim vörum í mörg mörg ár.

Hver er nýjasta snyrtivaran sem þú hefur keypt þér?

Ég keypti mér síðast augnskuggapalletuna Burgundy x9 frá MAC þegar ég var á Florida sem ég hef verið að grípa í fyrir fínni tilefni upp á síðkastið.

Hverjar eru þínar "must have" vörur fyrir sumarið þegar kemur að snyrti og húð vörum ?

Góð sólarvörn er nr 1,2 og 3 ef maður er í mikilli sól og ég hef verið að notast við vörur frá Ultrasun en ég skrifaði einmitt um hana síðasta sumar hér : http://www.femme.is/is/read/2014-07-24/ultrasun-verum-varkar-i-solinni/

Annars finnst mér fallegast að vera sem minnst málaður á sumrin og leyfa ferskri húð að njóta sín ef hún er í góðu standi. Ætli fallegur gloss og ferskjulitaður kinnalitur sé ekki það sem mér finnst fallegast á sumrin ásamt naglalökkum í fallegum og sterkum litum. Augnblýantar í sumarlitum eru líka eitthvað sem ég fíla með hækkandi sól.

Ég veit að þú passar vel upp á húðina þína þegar kemur að sólarvörn, en hvaða self tan vörur notarðu þegar þig langar í aðeins meiri lit? 

Nýlega prófaði ég froðuna frá St. Tropez sem mér fannst mjög góð en ég hef líka notast við 360° spreyið frá Eco tan og verið ánægð með það. Andlitið á mér þolir hinsvegar hvorugt og á það nota ég Prevense brúnkuklútana.

Hverjar eru þínar topp 5 vörur sem að þú verður alltaf að eiga?

YSL gullpennin í lit 2, CEE bólufelari í LW1, Lancome Hypnose maskari, Pinch me kinnaliturinn frá MAC og augnbrúnaliturinn frá Sensai í EB01 ásamt smá augnbrúnageli.

Hverju bætiru við förðunina hjá þér þegar þú ert að fara eitthvað fínna?

Ætli það sé ekki fyrst og fremst meik, en í blautum meikum hef ég verið að notast við YSL fusion foundation og HD frá Makeup Forever. Í púðurformi finnst mér ekkert koma í stað gamla góða Kanebo eða Sensai púðursins en það þekur alveg ótrúlega vel, en það þarf að passa að setja létta umferð á með púðurbursta en ekki svampnum sem fylgir með því. Þar má líka nefna primer þar sem ég nota oftast Smashbox. 99% af varalitum og augnskuggum sem ég nota eru frá MAC en það er of mikið af báðu til að telja hér upp. Góður svartur augnblýantur kemur sér líka vel við fínni tilefni. Svo elska ég Super Orgasm Illuminator frá NARS og finnst hann oft setja punktinn yfir i-ið þegar kemur að húðinni.

Hvaða hreinsi og húðvörur ertu með í notkun núna?

Siðustu tvö ár hef ég verið að notast við húðvörur frá Paula´s Choice. Sumar af þeim eru úr Clear línunni sem eru sérstaklega fyrir bóluhúð eins og hreinsirinn en mér finnst hann sá besti sem ég hef prófað og ertir ekki húðina. Ég ætla ekki að fara of djúpt úti vörurnar frá Paulu þar sem það er á döfinni að skrifa nánar um þær fljótlega. Þegar ég nota maska hef ég verið að nota original maskann frá Glam Glow í svörtu krukkunni en hann hressir vel uppá húðina þegar þess þarf.  Annars er ég alltaf í leit að næsta kraftaverki og þigg allar ábendingar!

Svo ótrúlega hæfileikarík og flott hún Alexandra!

Takk fyrir að deila með okkur þínum vörum og ráðum <3 <3

 

Steffý