Innlit í San Fran

08 Jul 2015

Það er lítið búið að heyrast frá mér upp á síðkastið og ég afsaka það innilega. Ástæðan er einföld, ég er ófrísk og gjörsamlega orkulaus eftir vinnudaginn og þann litla svefn sem ég er að fá. Ég hlakka þó til að deila með ykkur öllum þeim hugmyndum og óskum sem ég er búin að safna að mér þegar kemur að hreiðurgerðinni til dæmis og vörunum fyrir lil baby. Þær færslur fara vonandi að detta inn von bráðar. 

Færslan í dag aftur á móti er stutt og laggott innlit með einstaklega fallegum ljósum. 

Þessi marmara arinn er topp nice!

Urchin ljósakróna hefur lengi verið á óskalistanum og hún heldur sér þar enn í efsta sæti. 

Æðislegur eldhúskrókur, svona lausn sér maður ekki oft hér á landi - Einstaklega skemmtileg hönnun. Mjög svipað ljós er hægt að finna í Heimili og Hugmyndir í Ármúla. ________

Xs