INNLIT

15 Jul 2015

Um er að ræða einstaklega fallegt innlit af heimili hjá ungum innanhúsarkitekti. Blá-tóna litavalið á veggjunum hjá henni finnst mér afar ferskt og skemmtilegt, eitthvað sem myndi vel henta á heimili hér á landi. 

Þessi litur er æði! Ég var ekki lengi að pinna hann. 
psst.. þú getur pinnað myndina hér upp í vinstra horninu á henni. 

Eitthvað loðið á öll heimili segi ég.

Eins og ég hef oft nefnt hér áður með trixið til að hækka lofthæðina, þá er ég að tala um þessa einföldu lausn - Langt greni í vasa.. tadaaa
Þið sjáið það tveimur myndum fyrir ofan að það er felliloft í eldhúsinu sem hefur minnkað lofthæðina til muna og hún nær að plata okkur smá og hækka hana sjónlega séð með greninu. Ég sé þetta trix nánast í hverju innliti. 

Þessi litur kæmi fallega út í herbergi hjá litlum töffara.

Glæsileg spútnik ljósakróna

Ég hreinlega elska console veggborð og möguleikana á því að stílisera þau - Svo einfalt & fallegt decor detail á heimilið. 

________

Xs

#innlit