Langar þig í lengri augnhár?

16 Jul 2015

Langar þig í lengri augnhár?

 

Ég lenti í afskaplega fyndnu en á samatíma leiðinlegu atviki seinasta laugardag. Það var árlegur árshátíðardagur hjá okkur vinkonunum & hann var haldinn hátíðlega með skemmtilegu prógrami yfir daginn. En við fórum í bubblubolta sem er alveg ótrúlega skemmtilegur nema ég missti mig aðeins í gleðinni fyrstu 10 mínúturnar náði að pirra nokkrar vinkonur með því að bomba þeim niður, ég fékk það tífalt í bakið. Ég var semsagt bombuð niður, þegar ég ranka við mér þá sé ég að augnhárin á mér eru föst á handfanginu inní boltanum. 

Frábært ég er búin að missa öll augnhárin & með bólgið auga. 

En ég er búin að leita mér að lausnum til að fá þessi blessuðu augnhár aftur & ætla að deila þeim með ykkur hérna kæru lesendur.

Ég er nefnilega búin að búa til augnhárameðferð úr þessum lausnum sem ég fann. Þetta er að bera einhvern árangur vegna þess að augnhárin mín eru töluvert lengri & ég sé að augnhár eru að myndast þar sem að engin augnhár voru. 

Ráð 1

Ég geri þetta alltaf áður en ég fer að sofa. Þvæ mér í framan með augnhreinsir , ég nota kókosolíu & bómul. 

Ráð 2

Nota ólívu olíu, þetta ráð fann ég á netinu. Nuddar olíunni á augun & í augnhárarótina

Ráð 3

Setja Vaselín á augun & í augnhárarótina. Ég hef verið að gera þetta til skiptis. Set eitt kvöldið olíuna & kvöldið á móti nota ég Vaselín. 

Ráð 4

B-vítamín á að hjálpa til við að láta augnhárin vaxa þess vegna tek ég núna á hverjum degi B12 & B6 vítamín. 

 


 

Ég veit ekki hvað af þessu er að virka en það er allavega eitthvað vegna þess að augnhárin eru aðeins lengri síðan á laugardaginn. Ætla að halda þessu áfram & krossa fingur að augnhárin fari nú að láta sjá sig sem fyrst. 

Vona að misferðir mínar & misheppnun hafi hjálpað einhverjum 

ykkar, 

sylvia