Þrír einfaldir réttir

20 Jul 2015

Hér eru nokkrir einfaldir réttir sem ég geri reglulega þegar ég hef ekki mikinn tíma.

Kjúklingabringur í appelsínu, rósmarín og hvítlauk.


Bringur eru settar í form ásamt tveimur hvítlauksrifjum, hálfri appelsínu, rósmarín, salti og pipar.
Formið fer í ofninn í svona 45 mínútur. Þá tek ég bringurnar úr og stappa allt saman sem eftir er í forminu og nota svo þann safa sem sósuna yfir kjúklinginn og meðlætið.Venjulegar kartöflur, sætar kartöflur og rauðrófur.
Skorið í bita og sett saman í form ásamt olíu, salti og pipar sem fer inn í ofn á 180° í klukkutíma.

Heilgrillaður piri piri kjúklingur.

Heill kjúklingur skorinn að aftan til að "opna hann". Kjúklingurinn er settur á grillið á lágum hita í klukkutíma og snúið reglulega eða settur upp á aðra hæð ef þið eruð með svoleiðis. Þegar þú sérð að hann er tilbúinn þá penslaru á hann piri piri sósu, BBQ sósu eða með hverju sem þú vilt og grillað hann með sósunni í síðustu 5 mínúturnar. í skiptið sem myndin sínar var ég líka með heilar sætar kartöflur í álpappír og var með jafn lengi á grillinu.


Þetta var stutt og létt gott blogg.
Vonandi kemur þetta einhverjum að góðum notum.


Marta Rún