Kvenlegt innlit stútfullt af persónuleika & glamúr

21 Jul 2015

Heil og sæl! Í dag er það ótrúlega skemmtilegt innlit sem geymir mikinn persónuleika og bold hönnun. Svefnherbergið er einstaklega fallegt eins og þið sjáið og miðað við síðustu innlit frá mér þá er óhætt að segja að bláir veggir séu að skora hátt hjá mér þessa stundina. 

Hvað er meira glamúr en speglahúsgögn? Persónulega er ég mjög hrifin af þeim. 

 

Ef þú hefur plássið fyrir stóran gólfspegil, get one! Hann stækkar herbergið til muna. 

Ikea Malm kommóða sem er poppuð upp með messing höldum. Ég er einmitt með eina slíka í stofunni undir sjónvarpið og ætla mér að bæta við fallegum höldum eða húnum. Mikið og fallegt úrval finnuru í Brynju á Laugarveginum. 

 

Annað ótrúlega fallegt náttborð sem væru einnig falleg sem hliðarborð inn í stofu. Lengi vel hef ég dást af þessum borðum og veit að þau eru fáanleg í West Elm. Mig kitlar oft í puttana að panta þau bara en það er alltaf einhver hræðsla við það að panta hluti í stærri kantinum að utan. Ég læt það duga að dreyma um þau í bili. 

Blár fallegur tufted sófi.
Sófaborðið er eitthvað off, það er ekki að gera neitt fyrir mig í þetta rými, ég veit ekki hvað það er.. kannski lögunin á því.

 

Ég er ekki frá því að bæði þessi kerti séu sýnileg í nánast hverju innliti sem ég skoða. Það er engin spurning um að þetta sé aðal kerta trendið á heimilum í dag, enda ómótstæðilega falleg bæði tvö. 

 

Það eru til ófá blogg um heima bari hér á Femme.is. Þú finnur þau hér uppi til hægri í leitinni.

 

Inngangurinn er æðislegur!

________

Xs

Fullt af innlitum hér --> #innlit