Einfalt og fallegt nursery

30 Jul 2015

Ég er komin 30 vikur á leið og geri lítið annað en að hugsa um hreiðurgerðina. Ég er í því að pinna falleg barnaherbergi og sniðugar lausnir fyrir það. Við búum í íbúð sem elskulegir tengdaforeldrar mínir eiga sem hefur að geyma eitt auka herbergi sem ég ætla að reyna nýta sem gestaherbergi/barnaherbergi. Af þeirri ástæðu er ég rosalega hrifin af einföldum barnaherbergjum með fallegum nútral tónum. Hér er dæmi um eitt slíkt, einfalt og fallegt. 

Ég mun til að byrja með vera með fallega hvíta vöggu sem hefur svæft öll börnin í fjölskyldunni minni og get hreinlega ekki beðið eftir að setja hana upp. Þegar barnið fer svo að stækka upp úr henni þá færi ég það líklega yfir í klassískt hvítt rimlarúm. 

Ég held að það sé alveg crucial(ef ég má sletta) að hafa einhvers konar sæti í herberginu fyrir gjöfina. Ruggustólar hafa verið vinsælir hér á landi í barnaherbergin. 

Bast karfa fyrir óhreina þvottinn. Ég keypti einmitt mjög fallega og ódýra þvottakörfu/poka í Söstrene Grene sem ég mun koma til með að nota fyrir allan þvottinn af honum/henni. Ég hugsa að það sé mikið þæginlegra að hafa þvottinn frá barninu aðskildum okkar. 

Falleg smáatriði..

Fyrstu skórnir, svo sætt!

 

Ef þið viljið followa mig á pinterest þá finniði mig hér -> @saradogggudjons

________

Xs

#innlit #nursery