insta og life lately

04 Aug 2015

Sumarið er búið að líða alveg ótrúlega hratt og hefur næstum því farið fram hjá mér en ég tók saman nokkrar myndir af góðum mat og félagsskap.

Ég og Arnór fórum á Apótek Restaurant til þess að fagna íbúðarkaupum fyrr í sumar.
Ég fékk mér túnfisk í forrétt og hann sér hráskinku. Síðan fékk ég mér bestu steik sem ég hef fengið! 
60 daga "dry aged" rib eye.

...Og einn espresso martini, en það er einn af uppáhaldsdrykkjunum mínum.

Snaps

Eitt af mörgum grillum sumarsins með matarklúbbnum.

Grilluð pizza með mozzarella, tómötum og hráskinku og mozzarella ásamt balsamikplómum.

Þessi kom eina helgina í bæinn og þá var borðað og skálað.

Við á Norr11 fórum út að borða á 101 Hótel.

Þar fékk ég fisk dagsins sem var þessi hrikalega góði þorskur.

Ein kær vinkona gifti sig og brúðkaupið var dásamlegt.

3 sætir krakkar í fjölskyldunni með Bear nammið! 
Það er bara 100% ávextir og inniheldur engan sykur sem er snilld fyrir krakka! 

Ítölsk ommiletta upp í bústað.

Grill upp í bústað með matarklúbbnum.
Grilluð fyllt svínalund með fetaosti, basiliku, sólþurrkuðum tómötum innpökkuð með parmaskinku.

Boston Beygla með reyktum laxi.

Fékk að fara til Boston með tveimur bestu vinkonunum mínum.

#instagram

Flestar þessar myndir má finna á instagraminu mínu.

insta: martaarun