Klikkað flott vinnuumhverfi

05 Aug 2015

Að þessu sinni er það skrifstofu innlit og ekki er það amalegt! 

SWOON er hönnunarstudio sem sérhæfir sig í grafískri hönnun og markaðssetningu og er staðsett í Dallas. Ég hef ótrúlega gaman að skrifstofuhönnun en ramba ekki oft á svona heimilislegt andrúmsloft á vinnustað. Mig dreymir um að eiga fallega vinnuaðstöðu þar sem ég er umvafin fallegum húsgögnum og svo er ég með allskonar mood boards í kringum mig þar sem ég týni til innblásturinn hverju sinni - One day! Ég hef fulla trú á því að maður vinni betur og líði einfaldlega betur í vinnunni ef það er fallegt í kringum mann. Þetta umhverfi er því mjög aðdáunarvert með fullt af fallegum smáatriðum sem gerir það svo persónulegt, heimilislegt og kvenlegt. 

 

Ef þú sérð eitthvað fallegt þá geturu pinnað það beint héðan upp í horninu á myndunum.

Aðkoman. Vinstra megin á ganginum sjáiði nokkur mood boards. 

 

Ekkert smá fallegt fundarhorn sem líkist meira borðstofu

Ikea hillur notaðar sem skilveggir

 

Svo heimilislegt og fallegt! 

 

Ikea skrifstofuhúsgögnin eru ríkjandi

 

Gallerý veggir eru alltaf góð hugmynd í nánast hvaða rými sem er

Smáatriðin eru á hreinu 

 

 

i like.

________

Xs

#innlit #office