Gullna mjólkin

07 Aug 2015

Fyrst á morgnana

 

Ég er farin að fá mér alltaf smá turmeric útí sítrónuvatnið mitt á morgnana eða hef verið að búa til gullnu mjólkina eins & hún kallast.

Það var gerð rannsókn & kom þar í ljós að í Indlandi er töluvert lægri tíðni af fólki sem fær Alzheimer & má rekja það til þess að þeir nota mjög mikið af  turmeric kryddi. Kryddið kemur líka í veg fyrir bólgur í líkamanum, þetta er því afskaplega hollt. Ég mæli hiklaust með því að fólk fái sér reglulega turmeric mjólk.

Mjög gott líka að kæla drykkinn & drekka hann svoleiðis. 

 

Uppskrift:

2 bollar af sojamjólk, kókósmjólk, möndlumjólk. Ykkar er valið

1 matskeið engifer, helst kreist í hvítlaukspressu eða með rifjárni

1 matskeið Turmeric

dass af svörtum pipar

Allt í lagi að kreista smá sítrónu útí, ég geri það stundum

smá Akasíu hungang til að gera þetta aðeins sætara. Fer eftir smekk!

 

Verði ykkur að góðu

 


 

Gullkorn dagsins

Raunveruleg hjálp er fólgin í að hjálpa öðrum að verða sjálfstæðir & sterkir einstaklingar

 

x sylvia

#turmeric #gullmjólk #heilsa #engifer