Kaffisúkkulaðiostakaka

17 Aug 2015

Nýjasta Omnom súkkulaðið er ótrúlega gott kaffisúkkulaði. Ég gerði tilraun með að nota það í ostaköku sem kom mjög vel út.

 

Botn
1 og 1/2 bolli súkkulaðikex (ég notaði súkkulaði Maryland)
1/3 bolli smjör

Ostakakan
2 pakkar rjómaostur
1 og 1/3 flórsykur
3 teskeiðar kakó
4 egg
3 pakkar af kaffisúkkulaðinu frá Omnom.

Hitið ofninn í 180° 
 

Súkkulaðikexið er malað niður með því að setja í plastpoka og berja það með potti eða rúllukefli eða þá sett í matvinnsluvél.
Bræðið smjörið í potti og setjið í skál með súkkulaðikexinu, blandið saman og setjið í botninn á forminu.
Best er að eiga smelluform fyrir ostakökur til þess að ná henni auðveldlega upp úr forminu eftir baksturinn en mitt fékk ég í Ikea
Dreifið úr kexinu í botninn á forminu og þrýstið vel niður með sleif út í kantana.
Bakið botninn í 8 mínútur, takið hann svo út og kælið á meðan þið búið til ostafyllinguna.

Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, hrærið reglulega í og látið það svo til hliðar til kælingar.
Þeytið rjómaostinn í hrærivél eða með handþeytara og mýkjið hann upp, bætið síðan flórsykrinum og kakóinu við.
Rólega bætið þið við einu eggi í einu en passið að hræra ekki of lengi.
Blandið síðan Omnom súkkulaðinu út í ostablönduna með sleif.
Hellið blöndunni í formið og bakið í 1 klst og 10 mín.

Kakan þarf að vera að minnsta kosti í kæli í 8 klukkutíma og helst yfir nótt til þess að bragðast sem best.
Þess vegna er best að gera hana daginn áður þó það geti verið erfitt að standast freistinguna og borða hana ekki strax.
En hún er þó alveg þess virði að bíða eftir.

Það var einmitt svo skemmtilegt að þetta súkkulaði birtist nýverið í bresku útgáfunni af Vogue undir "Lifes Little Luxuries" og er því sem sagt í tísku !


#omnom #desert

Marta Rún