Spring Rolls

24 Aug 2015

Skemmtileg tegund af mat og má segja að þær séu eins og nokkurs konar tælenskar "fajitas".

Hollt, gott og einfalt.

1 pakki hrísgrjónablöð (fæst í langflestum búðum)

Kjúklingur eða rækjur

Það grænmeti sem þér finnst gott.
Til dæmis þá notaði ég:

Gulrót

Papriku

Rauðkál (kínakál, spínat)

Mangó

BlaðlaukAllt grænmetið er skorið mjög smátt.

Kjúklingurinn skorin í ræmur og steiktur á pönnu upp úr smá sojasósu.

Hrísgrjónapönnukökurnar eru settar í bleyti í nokkrar sekúndur og svo raðað á hreint viskustykki og leyft að þorna í eina mínútu.Grænmetinu og kjötinu er síðan raðað á pönnukökuna eins og þessi mynd sýnir og rúllað upp.Svo ertu með sósur annað hvort til að dýfa í eða setja á pönnukökuna.

Hosin sósa og Satay sósa passa mjög vel við.