Óskalistinn - Svava Kristín

30 Aug 2015

Óskalistinn er loksins kominn aftur eftir langa pásu og að þessu sinni er viðmælandi minn nýjasta stjarnan á skjánum og góð vinkona mín Svava Kristín Grétarsdóttir. Hún ætlar að deila með okkur sínum óskavörum sem eru heldur betur flottar enda frábær karakter hér á ferð! 

Hver er SVAVA KRISTÍN?

Ég heiti Svava Kristín Grétarsdóttir og er 25 ára fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Ég á tvo yngri bræður og meistara foreldra, Kristný Tryggva og Grétar Sævalds. Ég flutti í borgina árið 2010 og bjó þá með KB, bróðir mínum sem er fluttur frá mér í dag og núna bý ég ein, eða með Kassim Doumbia kanínunni minni. Ég starfa sem íþróttafréttamaður á Stöð 2 og útvarpskona á Fm957, er í vaktavinnu svo dagarnir eru fjölbreyttir hjá mér. Á kort í World Class og reyni að mæta reglulega þangað, en það er svo allur gangur á því hvernig það gengur, er töluvert duglegri að mæta á B5 til dæmis. Ég fylgist mikið með íþróttum, elska að vera í kringum vini og fjölskyldu, enda í topp málum þar, á æðislegt fólk í kringum mig. Ég er förðunarfræðingur sem tek að mér farðanir í frítíma og ég er samfélagsmiðla fíkill, viðurkenni það bara. 
 

 

_________________________________________________________________________________

ÓSKALISTINN
_________________________________________________________________________________
 

1. Hetta frá Spakmannsspjörum - Þetta er bara hetta, mjög spes að kaupa sér hettu eina og sér en hún er mjög flott og passar við alla jakka. Er efst á óskalistanum þessa dagana. 

2. Kartell lampi - Þessi er frá sama hönnuði og hannar Bourgie lampann, geggjaður, eftir að foreldrar mínir fengu sér svona lampa er ég alveg sjúk. 

3. LG G4 rauði leður síminn - Ég átti LG g2 og var mjög svo ánægð með hann. Þessi nýji LG sími lítur vel út og ég hef heyrt mjög góða hluti um hann, svo er hann líka til með rauðu leðri, geggjað! 

4. Opnar víddir armbandið frá Sign - Ég er alveg yfir mig ástfangin af skartinu frá Sign. Opnar víddir armbandið er eitt það allra fallegast sem ég hef séð og hefur mig dreymt um það síðustu ár.  

 

5. Koddar frá By nord - Þetta grænlenska par verður í sófanum hjá mér einn daginn, hef lofað sjálfri mér því. 

6. Málverk eftir Bjarna Ólafi - Bjarni Ólafur er einn sá besti í andlitsmyndum, er rosalega hrifin af hans verkum. 

7. RayBan gleraugu - Týndi mínum um daginn, verð að fara að kaupa mér ný. Ég er alveg týpan sem notar sólgleraugu í rigningu. 

8. Hunter hælaskór - Er til eitthvað betra ? Hælastígvél ? Ég verð bara að eignast þessa fyrir veturinn, geggjaðir í slabbinu. 

9. Smeg ísskáp mattur, svartur og gylltur - Hvað er hægt að segja ? Þessi er bara draumur. 

10. Zara leðurjakka - Verð alltaf veik þegar það kemur ný sending í Zöru, margt alveg geggjað til núna, þar á meðal þessi leðurjakki, hann er ný kominn og verður minn vonandi innan skamms.
 

Ótrúlega flott & falleg stelpa hér á ferð! Ég vil þakka henni kærlega fyrir það að taka sér tíma í að henda á mig þessum lista. 

Þú finnur Svövu Kristínu á Instagram hér: @sgretars

__________

Fyrri viðmælendur Óskalistans er hægt að nálgast hér:
#óskalistinn #einstaklingar #wishlist

 

Xs