Gjafabréf á Dale Carnegie námskeið

01 Sep 2015

Vilt þú eiga möguleika á að vinna gjafabréf?

Ég er búin að vera svakalega spennt síðustu daga, aðallega útaf því að ég er að fara halda námskeið fyrir ungar konur í byrjun október. Mér finnst svo gaman að sjá ungar konur blómstra & sýna hvað í þeim býr. Ég held þið getið ekki gert ykkur grein fyrir því hvað mér finnst þetta gaman, mér finnst forréttindi að hjálpa ungum konum því ég sé sjálfa mig svo mikið í þeim.

 

Helga Margrét Þorsteinsdóttir hafði þetta að segja um námskeiðið:

 

 

Mig hafði lengi langað til þess að fara á námskeið hjá Dale Carnegie þegar mér stóð til boða að fara á námskeið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um, nýtti mér tækifærið & sé ekki eftir því. 

Námskeiðið var mjög krefjandi & lærdómsríkt en um leið ótrúlega skemmtilegt. Námskeiðið krafðist þess að ég stigi rækilega út fyrir þægindarhringinn & það kom mér virkilega á óvart hvað ég er fær um að gera ef ég bara læt vaða & trúi á sjálfa mig. Ég mæli klárlega með Dale Carnegie fyrir alla, láttu bara vaða, þú hefur engu að tapa!

 

 

Námskeiðið er fyrir 16-22 ára & hefst þann 8. október næstkomandi.

Dale Carnegie þjálfun ætla að vera svo góð & gefa 4 heppnum lesendum FEMME 50.000 króna gjafabréf fyrir þetta námskeið!

Eina sem þú þarft að gera er að setja hér athugasemd fyrir neðan afhverju þú eða einhver stúlka sem þú þekkir á skilið að fá þetta gjafabréf í hendurnar & hvað þú eða hún gætu grætt á því að fara.

Svo er kynningarfundur núna 10. september sem er lesendum & öðrum að kosnaðarlausu. Þar mun Jón Dale Carnegie þjálfari svara öllum spurningum. 

Til að tryggja ykkur sæti á þetta námskeið þá þurfið þið að senda póst á netfangið jon@dale.is.

Gríptu þetta tækifæri!

 

x sylvia

#dalecarnegie #námskeið #ungarkonur #árangur