skór, föt & meðganga

05 Sep 2015

Þar sem ég hef verið ótrúlega dugleg að minnka fatakaup mín núna síðast liðna mánuði þá verðlaunaði ég mig aðeins með nýjum pörum af skóm. Skór eru liggur við það eina sem ég passa í þessa dagana. Áhuginn á fatakaupum hefur líka minnkað snarlega þegar ekkert sem þú mátar passar almennilega á þig, enda er ég hætt að svekkja mig á þessu og tók mig til og hætti einfaldlega að máta.

Eins yndislegt og það er að vera ófrískur og sjá þessa fallegu kúlu stækka með hverjum deginum þá getur alveg komið upp smá gremja þegar kemur að því að klæða sig fyrir daginn. Ég þarf ekki lengur að opna fataskápinn minn því "allt" sem ég mögulega passa í ennþá hangir saman á einni slá og ekki er úrvalið mikið. Ég get hreinlega ekki beðið eftir að geta klæðst gömlu fötunum mínum aftur, þá sérstaklega fara í eðlilegar buxur og sagt skilið við sokkabuxur, þær eru það versta.

Ég kemst samt ekki yfir það hvað ég elska þessa bumbu mikið og hvað þá búann sem heldur sig þar og ég bara veit það að ég eigi eftir að fá brjálað bumbusakn svo að ég ætla að njóta hennar til fulls - aðeins 4 vikur í settan dag! Ég tryllist úr spenningi!!

 

My new shoes...
_____________________


FRINGED PENNY LOAFERS

LEATHER SANDALS WITH TRACK SOLE

FLATS WITH METAL TOE

 

__________

Eigið yndislega helgi gott fólk

Xs

#newin #zara