Eldhúsið mitt fyrir og eftir.

07 Sep 2015

Þegar ég keypti íbúðina í sumar þá vissi ég að ég þyrfti að gera heilan helling við eldhúsið enda er það hjarta heimilisins fyrir mér. Ég vildi gera þetta eins ódýrt og ég gæti. Ég leitaði því innblásturs á Pinterest og hér eru "pinnin" sem veittu mér innblásturinn ásamt fyrir og eftir myndum.

Fréttatíminn kom og tók viðtal við mig um eldhúsið eftir að þau sáu Instagramið mitt þegar ég post-aði mynd af breytingunum.
Þá var ég einmitt búin að gera þessa færslu en átti bara eftir að taka myndir þannig ég nota þær myndir sem Fréttatíminn tók.

Skáparnir voru í svona skemmtilegum gulum eikarlit sem ég vildi losna við strax. Ég skoðaði alls konar verð í að klæða þær, sprautulakka en komst svo að því að það væri bara ódýrast að mála þær. Ég fór með eina skápahurð niður í Slippfélagið og spurði hvort það væri hægt að mála þær, hvort málningin myndi flagna af og hvort þetta í rauninni borgaði sig. Ég fékk frábæra þjónustu og endaði á því að versla málninguna þar.
Auðvitað tók málningarvinnan sinn tíma, grunna einu sinni og tvær umferðir af sérstakri viðarlakkmálingu frá þeim.

Þessa myndir fann ég á Pinterest og notaðist meðal annars við þær sem innblástur. 
Mig langaði ekki í alveg hvítt eldhús og fannst þetta falleg hugmynd.
Þar sem ég er í skreytum hús grúbbunni á facebook þá fékk ég 40% afslátt af málningunni í Slippfélaginu!
"Flísar á milli"
Mig langaði í skemmtilegar flísar á milli skápana en ég var hrædd um að fá leið á þeim.
Þá sá ég fyrirtæki á Instagram sem selur veggfóður sem er hannað fyrir eldhús. Það á að þola olíuslettur, hita, sósur og allt sem getur komið fyrir í eldhúsi.  Ég féll fyrir þessu mynsti og kostaði þetta mig um 25 þúsund krónur með öllum tollum og sendingu.
Ef ég fæ leið á því þá bara ríf ég það af og breyti til.
Hér er linkur á síðuna þeirra en þau sendu ekki til Íslands fyrr en ég sendi þeim póst og þau græjuðu það fyrir mig."Barinn"
Það er eyja í eldhúsinu sem er frekar há. Hún var parketlögð eins og partketið en ég málaði hana í sama gráa lit og veggirnir. Ég fékk mér barstóla til þess að fólk geti sest niður þar á meðan ég er kannski að elda og boðið þeim í drykk á meðan.
Ég sá þessa mynd á Instagram sem heillaði mig og svo þegar ég byrjaði í Norr 11 þá sá ég þessa stóla og þeir smellpössuðu. Ég er sjúklega ánægð með þá.

Hér eru fyrir og eftir myndir.
Myndirnar eru frá á fasteignasölunni Gimli þegar við vorum að skoða íbúðina og ekki með okkar húsgögnum.


Eftir breytingu
 


mynd/hari

mynd/hari

mynd/hari

 

Smá breyting á eldhúsi fyrir lítinn pening.
(Ég á eftir að mála skápinn fyrir ofan ísskápinn)
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við það að senda á mig línu.

Viðtalið við mig má svo finna hér á heimasíðu Fréttatímans.

 

Marta Rún