Kaffibolli með góðri samvisku.

14 Sep 2015

Núna í nokkra daga þá styrkir þú gott málefni með því að kaupa kaffi á Kaffitár og Te og Kaffi.

 

Kaffitár er í samstarfi við UN Women og með því að kaupa kaffi styrkir þú sýrlenskar konur í flóttamannabúðum í Jórdaníu til að afla sér þekkingar og starfsþjálfunar svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum.
Þú kaupir þér kaffi og bætið 100kr við bollan sem rennur til málefninsisn.
Te og Kaffi þá eru þeir í samstarfi við UNICEF og af hverjum seldum drykk gefur Te og Kaffi andvirði einnar bólusetningar gegn mænusótt og bjóða þér að gera það sama þegar þú kaupir kaffi og bæta við 25 kr. við kaffibollann.

Kaupum kaffi með góðri samvisku á næstu dögum.
Marta Rún