Tvær nýjar yfirhafnir

27 Sep 2015

Maður á aldrei nóg af yfirhöfnum er það nokkuð!? Þær og skór eru svona það sem ég er búin að leyfa mér að versla af alvöru á þessari meðgöngu þar sem ég passa enn í sömu stærðirnar þar. Þessar frá ZARA bættust í safnið hjá mér á dögunum og þegar ég segi safnið þá meina ég meira svona á troðnu yfirhafna fataslána sem er við það að hrynja. 


OVERSIZED jakki sem á eftir að koma að góðum notum fyrir kaldan veturinn.

 
 


SUEDE trench coat. Hef mikið notað þessa síðan ég fékk hana, enda fullkominn litur á henni á þessum árstíma. 

 

Við bumbi kveðjum - xx

#newin #zara