Omnom kynnir nýtt hátíðarsúkkulaði

30 Sep 2015

66% súkkulaði með þurrkuðum kirsuberjum og karamelluristuðum möndlum. Þarf að segja eitthvað meira?

Þar sem ég er meira fyrir dökkt súkkulaði heldur en rjómasúkkulaði þá finnst mér þetta súkkulaði alveg hrikalega gott.
Ég fékk senda plötu af súkkulaðinu á dögunum til að smakka og mmmmm..

Er til betri blanda en kaffi og súkkulaði ?


Ég er búin að vera með súkkulaðismakk á þessu í vinnunni minni í NORR11 og fólk er að taka mjög vel í þetta.

Það ætti að vera komið í helstu verslanir í dag.

Fleiri greinar um Omnom finnur þú  hér -> #omnom 


Marta Rún