Heimferðarsett frá Hringnum

05 Oct 2015

Ég er í skýjunum með handprjónaða heimferðarsettið á litla krílið (sem var væntanlegt í gær... óþolinmæðin er farin að kikka inn). Þetta fallega ungbarnasett fékk ég hjá flottu konunum í HRINGNUM. Hringurinn er kvenfélag sem hefur að markmiði að vinna að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna. Aðalverkefni þeirra er uppbygging Barnaspítala Hringsins og allt fé sem þær Hringskonur safna rennur óskipt í Barnaspítalasjóð Hringsins. 

Bara það að vita af þessu gefur mér ennþá meiri hlýju í hjartað vitandi að því hvað maður var að styrkja gott málefni. Allt þeirra starf er sjálboðavinna og ég hvet ykkur verðandi mæður að kíkja á Gjafahornið þeirra og sjá fallegu og vönduðu handverkin þeirra.

Þær verða staddar í anddyri Barnaspítala Hringsins á morgun þriðjudaginn frá kl. 9-12 með allskonar fallegt til sölu á litla fólkið. 

Ef þú missir af þeim þar á morgun þá geturu farið til þeirra á mánudögum upp í félagsheimili þeirra á Nethyl 2 á milli kl. 16-18.

__________

Xs