New York kokteilahelgi á Apótekinu

08 Oct 2015

Ég fékk heldur betur skemmtilegan tölvupóst um daginn þegar mér var boðið að koma á Apótekið og hitta Carlos, þekktan barþjón frá New York í tilefnis New York kokteilahelgarinnar á Apótekinu. Carlos var fengin til landsins til að setja saman sérstakan kokteilaseðil og mixa kokteila fyrir yfir helgina. Ég fór og smakkaði seðilinn í gær (já, á miðvikudegi) og já, þeir voru allir geðveikir!

Carlos er búinn að vera barþjónn í New York í 10 ár og núna vinnur hann á Beauty & Essex sem er geðveikur staður.
Ég hef komið þangað inn nokkrum sinnum. Ég skildi aldrei hvað þessi staður var, því allar nætur var alltaf löng röð fyrir framan einhverja antik hljóðfærabúð. Eina nóttina slysuðumst ég og vinkona mín þangað inn og þegar við löbbuðum framhjá afgreiðsluborðinu þá blasti við þessi risastóri veitinga- og skemmtistaður ! Risastórar gylltar ljóskrónur, geðveikur bar og við skildum ekki hvernig þetta allt saman gat verið þarna.
Mæli með að googla þennan stað.

En að öðru..

Carlos er sem sagt komin hingað til landsins til þess að mixa kokteila og búa til sérstakan seðil með hjálp frábæru barþjónanna á Apótekinu.
Þeir sem lesa bloggið mitt vita það að ég elska kokteila þannig það var ekkert smá gaman að fara í gær, hitta hann og smakka kotekilana hans. Ég tók Arnór með mér og við deildum drykkjunum saman, annars veit ég ekki hvernig þetta hefði endað.

En það sem mér fannst það besta við þessa kokteila er hvað þeir voru ferskir og góðir. Engin líkjör eða djúsar eða sykur, allt ferskir ávextir og krydd.
Svo eru þetta ekta New York kokteilar sem sterkir og rífa í.
En ég held að myndirnar segi ykkur í raun og veru allt sem segja þarf.
Kokteilarnir á seðlinum eru sex og eru allir skemmtilega öðruvísi.
Ég skrifa hvað hver og einn heitir og hvað er í honum fyrir ofan myndina af honum.
Þannig að þegar þú mætir um helgina þá getur þú nokkurn veginn verið búin að ákveða þig.


HARVEST MOON
Hendricks Gin, límónusafi, sykursíróp, papriku og tælenskur-eldpiparsafi.CROWBAR
Brennivín, rósapiparsíróp, límónusafi og krækiber.


 

SMOOTH CRIMINAL
Ilegal Mezcal, hafþyrstiber, sykursíróp, Maroccan bitter, "muddlað" rósmarín.PINKY PROMISE
Reyka vodki, límónusafi, hunang, yuzu, eggjahvíta og Moroccan bitter.TOM Q. COLLINS
Hendricks Gin, límónusafi, hunang, yusu, Moroccan bitter og "muddluð" gúrka.HIRED HAND
Brennivín, bláberjalíkjör, sourmix, sykursíróp og trönuberjasafi.


Mér fannst Harvest Moon og Smooth criminal bestir.


Arnóri fannst Tom Q. Collins bestur.

En án þess að hljóma hallærislega þá eru þeir allir góðir !

Ég veit ekki með ykkur en ég ætla allavega að draga vinkonur mínar um helgina !

Skál og takk fyrir mig !