Dagsferð á Þingvelli

15 Oct 2015

Ég og Sara Sjöfn ákváðum að gera FEMME fund að dekurferð á ION hótelið á Þingvöllum.

Sara Sjöfn var búin að plana að koma um þessa helgi til að taka smá vinnudeit. Ég kom henni heldur betur á óvart þegar ég sagði henni að við ætluðum að keyra út úr bænum á fund.
Við keyrðum á laugardagsmorgni í ca. 45 mín á ION hótelið sem er eitt flottasta hótel landsins.
Þar fórum við í Náttúrulaugina, fengum okkur svo æðislegan hádegismat og tókum fund.
Við vorum svo komnar í bæinn um fjögurleytið. Þetta var alveg yndislegt.

Þessi hamborgari var með þeim betri sem ég hef smakkað. Hann var með camembert, sultuðum rauðlauk, beikoni og fleira.Fengum leyfi til að smella einni mynd af útsýninu úr einu hótelherberginu, gluggi alveg frá gólfinu og upp í loft. Ekkert smá flott.

En ég mæli algjörlega með að gera sér ferð þangað.
Kíkja í kaffi og snarl með maka eða vinkonu eða jafnvel að taka einmitt svona vinnufund í rólegu og fallegu umhverfi þar sem það er engin truflun í kringum þig heldur bara náttúran allan hringinn.
Við Sara náðum að koma alla vega fullt af hlutum í verk og komum alveg endurnærðar til baka.

Marta Rún