Moobles & Toobles

19 Oct 2015

Moobles + Toobles er barnavörumerki eftir  grafíska hönnuðinn Nadiu Cruikshanks. Ég fann hana fyrst á instagram eins og svo margt annað sem maður sér fyrst. Núna eru þessar vörur fáanlegar á Íslandi í versluninni I am happy.


Teppinn frá þeim eins og eru á rúminu eru einstaklega mjúk og úr 100% lífrænum bómul


Merkið samanstendur af barnafötum, plaggötum, pokum og púðum.


Þetta print finnst mér æði, það er svo alvöru og leyfi ég mér að giska á að dóttir hennar hafi mögulega gert það.Pappapokarnir eru alltaf að verða vinsælli enda afar nytsamlegir og flottir

 Þessar vörur eru úr lífrænum bómul sem gerir þau alveg afar mjúk. Ég hef mjög góða reynslu af fötum úr lífrænum bómul og mörg barnafatamerki farin að einblína á það. Fyrstu vörurnar eru komnar inná vefverslun I am happy og von er á fleirri vörum.
Hægt er að skoða og versla vörurnar hérna.

SARA SJÖFN