Karamellu&kaffishake

30 Oct 2015

Uppskrift af yndislegum karamellu- og kaffishake.

Ég elska Stonewell Kitchen vörurnar en ég kaupi oft eina og eina vöru til að smakka og vörurnar hafa ekki klikkað hingað til!
Þegar ég sá þessa vöru, Coffee Caramel Sauce, þá gjörsamlega varð ég að fá mér hana.
Hún er frábær út á ís, yfir kökuna, í frappó og ég get vel ímyndað mér að hella henni yfir heita eplaköku!Ég notaði hana í Shake:
Uppskriftin er fyrir 1.

1 matskeið Coffee Caramel Sauce 
3-4 stórar matskeiðar af ís 
1 espresso

Hellið uppá smá kaffi eða notið eitt espresso skot. Látið það aðeins standa til að það sé ekki of heitt þegar það blandast við ísinn.
Setjið allt ofan í blandara og blandið saman.
Svo til að gera smá "extra" þá setti ég sósu í teskeið og lét leka í glasið og snéri því í leiðinni.


Ég setti eina til tvær góðar matskeiðar af ís í glasið og hellti síðan shakenum ofan í, þá verður hann þykkari en mér finnst það betra.

Fyrir þá sem fýla líka súkkulaði þá er til alveg ótrúlega góð súkkulaðisósa frá sama vörumerki sem heitir Dark Chocolate Sea Salt Caramel Sauce.

Marta Rún