Bakaður parmesan kúrbítur

03 Nov 2015

Stundum á maður það til að festast í því að gera alltaf sama meðlætið með mat en gott meðlæti gerir, eins og allir vita, góðan mat mun betri. Ég prufaði nýja uppskrift fyrir stuttu og það smakkaðist rosa vel.

Bakaðir Parmesan Zucchini bátar.

Byrjið á því að skera kúrbítinn í báta og setjið olíu yfir þá.

Í skál blandaru saman:

1/2 bolla af rifnum parmesan osti
1/2 tsk Oregano
1/2 tsk Basil
1/4 tsk hvítlauksduft 
Salt og pipar.
(Geið notað þær kryddblöndur sem þið eigið til, t.d thyme eða þurrkað rósmarín)

Svo dýfiði kúrbítinum í skálina, veltið upp úr ostablöndunni og raðið á ofnplötu.Bakið á 180° í 20-25 mín eða þangað til að þetta er aðeins farið að brúnast og líta vel út.


Marta Rún