Að endurheimta traustið til sjálfs þíns er mikilvægt!

23 Nov 2015

Sjálfstraustið er mikilvægt

Vissuð þið að við öll fæddumst með innri auðlind innra með okkur, vissuð þið að ef foreldrar okkar næra okkur með ást & alúð frá unga aldri þá eigum við meiri möguleika á að hlúa að sjálfum okkur & sjálfsmynd í framtíðinni. 

Ég var að horfa á fyrirlestur í skólanum ekki fyrir svo löngu síðan þar sem að kennarinn sagði okkur frá rannsókn sem að gerð var í Harvard. Það var tekinn hópur af fólki. Hópurinn var spurður að spurningu Elskuðu foreldrar þínir þig"? 

Sumir svöruðu neitandi aðrir játandi. Rannsókninni var síðan fylgt eftir 35 árum síðar. Hópurinn sem að svaraði neitandi voru 98% með lífshættulega sjúkdóma. Hópurinn sem að svaraði játandi þar voru 24% þeirra með lífshættulega sjúkdóma. Það skiptir því höfuð máli að barni finnist það vera mikilvægt & því sé sýnt ást. Það hefur greinilega mikil áhrif á líkamann þegar kærleikur er ekki til staðar.

Mér fannst þetta alveg magnað!

En eins & ég talaði um áðan þá er þessi auðlind sem að við eigum innra með okkur sjálfstraust. Hugsið aðeins um þetta: öll börn vita hvenær þau eru svöng eða þreytt. Öll smábörn vita hvenær þau þurfa að borða & við hvern þeim langar að tala. Við vöxum úr grasi & vitum nákvæmlega hvað við viljum & hvað okkur langar. En útaf fullorðna fólkinu þá er okkur sagt að gera betur & á þeim tímapunkti sem að það er sagt þegar sjálfsmyndin okkar er að myndast fer traustið til sjálfs okkar að minnka & oft verður það að engu. 

Að lokum erum við orðin manneskjur sem að þurfum að leitast eftir viðurkenningu eða leiðsögn frá öðrum í staðin fyrir að hlusta á okkur sjálf. Niðurstaðan er sú að við förum öll að efast um okkur sjálf & upplifum því mikla vanmáttarkennd. Fáum þessa ákvarðanafælni, stanslausa þrá um að vera viðurkennd, fullkomnunarárátta & ótta við að gera mistök. 

Ég hef verið að þjálfa ungt fólk núna í einhvern tíma & hef spurt þau hvað er það sem að þau séu hræddust við & hvað er það sem að hindrar þau að gera það sem að þeim langar. Án alls gríns þá koma alltaf sömu svörin upp það er:

Gera mistök 

Álit annarra

Þau sjálf

Þetta kannast allir við er það ekki? Þau töldu að ef að þetta væri ekki vandamál gætu þau í rauninni sigrað heiminn sem að er sorglegt því þetta á ekki að vera vandamál. 

Við erum því að jarða traustið til sjálfs okkar með trúnni að annað fólk er betra í stakk búið til að taka ákvarðanir fyrir okkur & vita hvað er okkur fyrir bestu. Við erum alltaf að leita af viðurkenningu í umhverfinu í stað þess að leita inná við. Sjálfstraustið er því einhverstaðar grafið þarna undir &  stundum er búið að grafa yfir það. 

Þegar þú þekkir sjálfan þig, þegar þú treystir á sjálfan þig þá muntu elska sjálfan þig. 

Með öðrum orðum sjálfsvitund + ást á sjálfri þér = sjálfstraust

Við lærum snemma að við verðum að gera hlutina RÉTT, við fáum bros & hvatningu frá ummönnunaraðilum & kennurum ef að við gerum hlutina rétt. Þetta bros & þessi hvatning gerir mikið fyrir lítinn kropp sem að er að finna sig í lífinu & móta sína sjálfsmynd, Þegar við sækjumst eftir viðurkenningu á þennan hátt gætum við eins & haldið á tómri fötu & beðið einhvern um að fylla hana. Fáum bara að upplifa hamingjuna þegar einhver annar gefur okkur samþykki, þessar tilfinningar vara því aðeins í skamma stund. 

Þess vegna er fatan okkar alltaf tóm: við eyðum restinni af lífinu okkar að klífa stigann að framanum í vinnunni, í skólanum, sköpunarlega- eða samfélagslega séð. Við getum náð hæstu hæðum & afrekað allt í lífinu & haldið að það eigi eftir að veita okkur hamingju, samt skilur þetta okkur eftir með reynslu en ekki varanlegra hamingju aðeins gleði í örskamma stund þar til að næsta markmið er sett.

Heilbrigt sjálfstraust er eins & að vera með innbyggt GPS tæki: þú veist hvert þú átt að fara næst, þú treystir ákvörðunum þínum bæði stórum & smáum & þú ert tilbúinn að taka áhættu. Þú hræðist ekki að gera mistök útaf því að skilningurinn þinn um þitt eigið sjálf kemur ekki að utan heldur að innan. 

Rétt eins & þú segir ekki við nýfætt barn ég mun elska þig en bara ef þú ferð í mastersnám, giftist fullkomnlega fallegum maka & eignast tvö heilbrigð börn... & verður ríkur". Við þurfum að læra að elska okkur sjálf fyrir utan allt þetta, fyrir utan allt það sem við afrekum í umhverfinu. Þú ert verðug/ur vegna þess að þú ert til. Þessi efi um sjálfan þig & fullkomnunaráráttan gæti verið að standa í vegi fyrir því að þú ert að uppskera mikla hamingju í lífinu & að finna eigin leiðir á þínum forsendum. 

Líðanin þín hefur áhrif á traust þitt til sjálfs þíns & á það til að lama það stundum. Getur það verið að þú eigir ekki eftir að geta treyst sjálfum þér, ertu búin/n að eyðileggja traustið til sjálfs þíns um aldur & ævi? 

Sjálfstraustið er þinn fæðingaréttur & hefur verið það frá því þú leyst dagsins ljós, þetta lifir því enn innra með þér & bíður bara eftir að þú farir að leita af því & nýtir þér það. 

Þegar það kemur að því að vaxa & dafna þarftu mikla þolinmæði, tíma & skuldbindingu. Breytingar verða ekki bara á einhverjum 30 dögum eða í þremur einföldum skrefum. Það þarf því að fara eftir einföldum leiðbeiningum sem að munu hjálpa þér að beina athygli þinni inná við í stað þess ytra.

Hérna eru nokkrir skemmtilegir punktar sem að gott er að hafa til hliðsjónar. 

Byrjaðu daginn á að leita inná við:

Ekki fara strax í símann þegar þú vaknar á morgnana. Reyndu að ná 5 mín hugleiðslu & eigðu gott augnablik fyrir þig. Ef þú gerir þetta markvisst þá nær þetta að hjálpa þér að ná fókus yfir daginn sem að getur breytt lífi þínu. 

Komdu auga á þína styrkleika: 

fagnaðu þínum gáfum, þínu lundarfari & næmni. Skrifaðu niður þína styrkleika & taktu ákvörðun um að efa þá ekki heldur fagna þeim. 

Farið í samfélagsmiðla átak: 

ef þið eruð mikið að pæla í hvað öðrum finnst þá get ég alveg gulltryggt það að facebook eða instagram er ekki að hjálpa neitt til. Það er næstum ómögulegt að fara inná facebook án þess að fara bera sig saman við aðra á einn eða annan hátt. Ef að facebook er leið sem að þú notar til að eiga samskipti við vini & annað prófaðu að taka upp símann. 

 

Vonandi kemur þetta að góðum notum kæru lesendur. 

 

x sylvia