15 mínútna máltíð

29 Nov 2015

Fljótlegur og góður réttur sem klikkar ekki, kjúklinga tikka !

Ég fæ oft spurningar eins og hvernig ég hafi allan þennan tíma til að elda þegar ég er búin í vinnu klukkan 6. Málið er að ég elda oftast einfalda og fljótlega rétti á virkum dögum. Þessi réttur er einn þeirra en það tekur innan við 15 mínútur að búa hann til.

Tikka Masala.

Steiktu það grænmeti sem þú átt til á pönnu (Ég átti hálfan lauk og hálfa papriku inn í ísskáp sem ég notaði).
Skerðu kjúkling eða svínskjöt í munnbita og bættu síðan á pönnuna og steiktu í nokkrar mínútur saman með grænmetinu.
Helltu tikka masala sósu yfir og láttu malla í 7 mínútur.
Settu siðan tvær góðar lúkur af spínati í sósuna og hrærðu saman.Þú getur borið þetta fram með hrísgrjónum eða kartöflumús.
Á veturna fæ ég oft smá "craving" fyrir kartöflumús ! Einfaldara gerist það ekki og þessi réttur klikkar aldrei.

Ég er alltaf með mango chutney með þessum rétti en það set ég ofan á eða til hliðar.Viljiði meira af 15 mínútna réttum ?

Marta Rún

#15min