Kæri Jóli...

04 Dec 2015

JÓLAGJAFAHUGMYNDIR FYRIR HANA

New Balance strigaskór - Lengi vel hefur mig langað í par af þessum þæginlegu skóm sem eru jafnframt drullutöff og geta poppað upp hvaða outfit sem er. Flott yfirhöfn, leðurbuxur og New Balance.. getur ekki klikkað. 

Fást á newbalance.isGS skór og Húrra Reykjavík

___________

Obaku Denmark úr - Ótrúlega fáguð og falleg úr sem fást í Úr & Gull í Hfj. Ég á nú þegar Daniel Wellington úr frá þeim sem hefur varla fengið pásu frá mér, ég myndi alveg hvíla það aðeins fyrir Obaku úri. 

 Úr & Gull á facebook

__________

Frederik Bagger kristalsglös - Nú verð ég 25 ára í næstu viku og er þegar orðin húsmóðir, núna er tíminn til að byrja að safna stellum og glösum. Þessi færu sér afar vel á heimabarnum mínum og ég efast ekki um það að G&T myndi bragðast unaðslega í þeim.

Fást í Norr 11

__________

HH Simonsen Rod 4 keilujárn - Fallegar krullur yfir hátíðirnar er must. Ég held að þetta sé járnið til að fullkomna þær.

HH Simonsen á facebook

__________

Mynd frá Reykjavík Butik - Það er eitthvað edgy og töff við þessa mynd, ég sé hana fyrir mér inn á baði hjá makeup-inu. 

Fæst í reykjavikbutik.is

__________

Smashbox contour kit - Er búin að lesa mig til um þetta trend og þessi vara á að vera sú besta á markaðnum. Öllu má nú of gera en í guðanna bænum fariði varlega í countourið.

Smashbox á facebook

__________

YSL Black Opium ilmvatn - Vetrar ilmurinn minn, eins og er er glasið orðið tómt.

Fæst í Hagkaupum t.d.  - YSL á facebook

__________

Mac varalitir - Myth og Whirl varalitir eru á óskalistanum 

Mac á facebook

__________

Algae mask frá Bláa Lóninu - Húðin mín er í miklu ójafnvægi eftir þennan kulda og allan þennan sykur sem ég er búin að innbyrða síðustu vikur. Langar að testa þennan maska. 

Fæst á bluelagoon.is

__________

Xs