Kitchen and Wine á 101 Hótel

10 Dec 2015

Ég og Arnór eigum afmæli með stuttu millibili og ég ákvað að hafa afmælishelgina skemmtilega og bauð honum upp á lúxus á 101 hótel.

Annað hvort var það að halda afmæli eða eyða pening í okkur tvö. Ég ákvað að þetta væri tilbreyting sem skemmtilegt væri að prufa.
Þegar við lögðum af stað hélt hann að við værum bara að fara að borða á veitingastaðnum á hótelinu en þegar við komum sagði ég honum að fara og "checka" okkur inn, honum til mikillar gleði.


Við borðuðum sem sagt á Kitchen and Wine, veitingastaðurinn sem er staðsettur á 101 hótel.
Staðurinn hefur tekið miklum breytingum en yfirmatreiðslumaðurinn er Hákon Már Örvarsson, kokkur sem hefur starfað á Michelin veitingastöðum víðsvegar um heiminn. Það sást klárlega þegar maturinn var borinn fram, bæði á framsetningu og bragði.
Maturinn var hrikalega góður, okkur langaði báðum í kjöt og ég verð að segja að þetta voru alveg með betri steikum sem ég hef smakkað.

Þarna inni eru jólaseríur, dimmt og mjög kosý, mjööög rómantískt

Við skáluðum í freyðivíni til að byrja með..
 


 


Svo fengum við okkur forrétti, hann fékk sér reykta gæsabringu og ég fékk mér humarsúpu.
Gæsabringan var alveg hrikalega bragðmikil og góð.Síðan fékk hann sér nautasteik og ég kálfasteik.

Kálfasteik er að komast aðeins í tísku hérna heima og ég er glöð með það því ég fékk mér þetta stundum þegar ég bjó úti.  Þetta kjöt er alveg hrikalega mjúkt og gott, mæli með að prufa það !

Það sem ég fýlaði líka var einfaldleikinn, kjötið var aðalatriði og svo fylgdu góðar kartöflur og annað grænmeti. Steikin fékk alveg að njóta sín.

Arnór var líka mjög sáttur með sitt kjöt. Hvað er betra en góð medium rare steik með rauðvíni?

Í eftirrétt þá fengum við okkur ris à lamande með hvítu súkkulaði og mandarínu sorbet.Einnig þá er bara svo kósy að sitja þarna í lobbyinu við arinninn og njóta.
Við ætluðum að taka pöbbarölt en við ákváðum bara að vera eftir í hitanum.Hótelherbergið var æði og við fengum frábært útsýni beint á móti Hörpunni.

Við fórum svo og fengum okkur morgunmat snemma morguninn eftir og fórum aftur upp í herbergi í sloppa og horfðum á sjónvarpið.

Andrúmsloftið er svo afslappað á 101 hótel, maður upplifir pínu eins og maður sé kominn til útlanda.
Ég er allavega ákveðin að gera eitthvað svona annað hvert ár.

Takk fyrir mig Kitchen and Wine og 101 Hótel.

Marta Rún